Ísold Uggadóttir var valin besti leikstjórinn fyrir mynd sína Andið eðlilega á verðlaunahátíð Chlotrudis Society for Independent Film í Massachussets í Bandaríkjunum um liðna helgi. Halldóra Geirharðsdóttir var einnig valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Kona fer í stríð og Davíð Þór Jónsson fékk einnig verðlaun fyrir tónlist í sömu mynd.
Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 33 alþjóðleg verðlaun á árinu 2019. Hæst bera verðlaun til handa Ingvari E. Sigurðssyni fyrir Hvítan, hvítan dag í Cannes (Critics' Week) og aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins í Locarno fyrir Bergmál Rúnars Rúnarssonar.
Það er ekki á hverjum degi sem íslensk kvikmynd er talin meðal bestu kvikmynda í heiminum þá stundina, en bæði Variety og Rotten Tomatoes setja Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson á lista sína yfir bestu myndir ársins hingað til.
Edduverðlaunin voru afhent í Austurbæ föstudaginn 22. febrúar 2019. Kona fer í stríð hlaut alls 10 Eddur og Lof mér að falla fjórar. UseLess var valin heimildamynd ársins og Mannasiðir leikið sjónvarpsefni ársins. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hlaut alls þrenn verðlaun, sem frétta- eða viðtalsþáttur ársins, sem sjónvarpsefni ársins að vali almennings og einn umsjónarmanna Sigríður Halldórsdóttir var valin sjónvarpsmaður ársins. Egill Eðvarðsson upptökustjóri og kvikmyndaleikstjóri hlaut heiðursverðlaun ÍKSA.
Davíð Þór Jónsson tónskáld hlaut Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin 2019 í Berlín í dag fyrir tónlist sína í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð.
Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar, vann til áhorfendaverðlaunanna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðini í Tromsø í Noregi. Hátíðinni lauk 20. janúar síðastliðinn.
Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 69 alþjóðleg verðlaun á árinu 2018. Hæst bera verðlaun verðlaun til Ísoldar Uggadóttur á Sundance hátíðinni fyrir bestu leikstjórn myndar af erlendum uppruna (Andið eðlilega) og Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa kvikmyndinni Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson ásamt SACD verðlaununum í Cannes fyrir sömu mynd. Þá verður einnig að nefna Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason sem hlaut bæði dönsku Robert (alls 9 verðlaun) og Bodil verðlaunin (2) á síðasta ári.
Eða nákvæmara: Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðalhlutverkið í endurgerð kvikmyndarinnar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson þar sem Halldóra Geirharðsdóttir lék titilhlutverkið.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hlaut í dag Lux verðlaun Evrópuþingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur þessi verðlaun sem hafa verið veitt árlega síðan 2007.
Halldóra Geirharðsdóttir hlýtur tilnefningu til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Kona fer í stríð eftir Bendikt Erlingsson. Tilnefningarnar voru kynntar í gær en verðlaunin verða veitt í Sevilla á Spáni 15. desember næstkomandi.
Sýningar eru hafnar á ný á kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum sem og fern verðlaun í Lubeck. Myndin nálgast 20 þúsund gesta markið. Rúmlega 51 þúsund hafa nú séð Lof mér að falla og Undir halastjörnu er komin yfir þrjú þúsund gesti.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur bætt þremur alþjóðlegum verðlaunum í safnið á síðustu dögum. Myndin var valin besta dramað og besta myndin á Byron Bay Film Festival í Ástralíu og Halldóra Geirharðsdóttir var valin besta leikkonan á Valladolid hátíðinni á Spáni.
Undir halastjörnu eftir Ara Alexander er í 8. sæti aðsóknarlistans eftir aðra helgi. Alls hafa tæplega 50 þúsund manns séð Lof mér að falla hingað til.
Halldóra Geirharðsdóttir hlaut verðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kona fer í stríð á kvikmyndahátíðinni Festival du nouveau cinéma í Montreal í Kanada á dögunum.
Undir halastjörnu eftir Ara Alexander er í 7. sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Lof mér að falla er komin upp að Vonarstræti, síðustu mynd Baldvins Z, í aðsókn eftir sjöttu sýningarhelgi, en alls hafa tæplega 47 þúsund manns séð hana hingað til.