Heim Fréttir Jodie Foster verður Dóra Wonder

Jodie Foster verður Dóra Wonder

-

Halldóra Geirharðsdóttir í Kona fer í stríð.

Eða nákvæmara: Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðalhlutverkið í endurgerð kvikmyndarinnar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson þar sem Halldóra Geirharðsdóttir lék titilhlutverkið.

Deadline segir frá þessu í dag. Þar kemur meðal annars fram að Marianne Slot, framleiðandi Kona fer í stríð, muni einnig koma að framleiðslu myndar Foster í samvinnu við framleiðslufyrirtæki hennar.

Foster segist munu færa sögusviðið frá hálendi Íslands til hins ameríska vesturs, en segir ekki hvenær tökur hefjist. Hún hefur áður leikstýrt fjórum kvikmyndum, Little Man Tate (1991), Home for the Holidays (1995), The Beaver (2001) og Money Monster (2016).

„Þessi mynd hafði meiri áhrif á mig en orð fá lýst,“ segir Jodie Foster við Deadline (frá RÚV). „Ég hlakka svo mikið til að búa til nýja ameríska útgáfu af þessari fallegu og áhrifaríku sögu. Halla er baráttumaður fyrir jörðina, sterk kona sem er reiðubúin til að fórna öllu til þess að breyta rétt,“ segir Foster, en bætir við að hún misstigi sig þó á vegferð sinni.

Kona fer í stríð er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Búist er við að svokallaður stuttlisti mynda ekki á ensku verði opinberaður eftir nokkra daga, en endanlegar tilnefningar verða kunngjörðar í janúar.

Sjá nánar hér: Jodie Foster Finds Passion Project In Iceland, Plans To Direct & Star | Deadline

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.