Daglegt færslusafn: Oct 6, 2020

AGNES JOY og HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR báðar með sex Edduverðlaun, sú fyrrnefnda kvikmynd ársins

Edduverðlaunin 2020, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir árlega, voru veitt í sjónvarpsþætti á RÚV þriðjudagskvöldið 6. október. Upphaflega var ráðgert að halda hátíðina með hefðbundnum hætti í mars sl. en fresta þurfti vegna COVID-19 faraldursins. Að þessu sinni voru veitt verðlaun í 26 flokkum sem kosin voru af meðlimum ÍKSA, auk verðlauna fyrir sjónvarpsefni ársins sem eru áhorfendaverðlaun og voru valin í rafrænni kosningu. Þá voru árleg heiðursverðlaun ÍKSA einnig veitt og komu þau í hlut Spaugstofunnar að þessu sinni.

Kvikmyndastefna til 2030 lögð fram

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram Kvikmyndastefnu til ársins 2030. Stefnan inniheldur fimm meginmarkmið sem ætlað er efla íslenskan kvikmyndaiðnað á næstu árum. Meðal annars er kveðið á um eflingu Kvikmyndasjóðs, stofnun sérstaks fjárfestingarsjóðs fyrir sjónvarpsverkefni, háskólamenntun í kvikmyndagerð, bætta miðlun kvikmyndaarfsins, fjölskylduvænna starfsumhverfi, skattaívilnanir og starfslaun höfunda kvikmyndaverka.

Stjórn ÍKSA: Edduþátturinn á RÚV í kvöld ekki í beinni útsendingu

Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) hefur sent frá sér tilkynningu varðandi Edduverðlaunaþáttinn sem sýndur verður á RÚV í kvöld, þriðjudag, kl. 20.