Spjall við við Börk Gunnarsson rektor Kvikmyndaskóla Íslands um framlag skólans til íslenskrar kvikmyndagerðar, hvaðan nemendurnir koma og væntingar þeirra, áskoranirnar í rekstrinum og reynslu hans af rektorsstarfinu.
Í nýlegri umfjöllun Reykjavik Grapevine er rætt við ýmsa sem þekkja til íslenskrar kvikmyndagerðar á einn eða annan hátt og rætt um stöðuna nú. Viðmælendur eru Leifur Dagfinnsson, Ásgrímur Sverrisson, Steve Gravestock, Elsa María Jakobsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir.
Spjall við Jörund Rafn Arnarson myndbrellumeistara um fagið, þróunina, starfið og tólin, sýndarframleiðslu og hversvegna það er mikilvægt að vera góður ljósmyndari.
Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.
Ásgeir H.Ingólfsson ræðir við Ragnar Bragason, Hauk Valdimar Pálsson og Ásgrím Sverrisson um kvikmyndina The Northman eftir Robert Eggers í þættinum Menningarsmygl á YouTube rásinni Samstöðinni.
Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson hafa á síðustu tveimur árum sent frá sér fjórar bíómyndir sem allar hafa notið velgengni í kvikmyndahúsum þrátt fyrir heimsfaraldur. Hverskonar reynsla var þetta og hvað nú?
Kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands tekur til starfa í haust og þegar hefur verið auglýst eftir nemendum sem og kennurum. Hvernig sér Steven Meyers námið fyrir sér?
Friðrik Erlingsson og Ásgrímur Sverrisson ræða sjöunda og áttunda þátt Verbúðarinnar út frá sjónarhóli handritshöfundarins. Í lokin taka þeir saman helstu atriði varðandi strúktúr, persónur og erindi þáttanna.
Ísland: bíóland, þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma, er nú fáanleg á streymisveitunni Uppkast.
Björn Jóhann Björnsson aðstoðarfréttastjóri á Morgunblaðinu skrifaði um þáttaröðina Ísland: bíóland í dálkinum Ljósvakinn á dögunum og kallaði þættina meðal annars ómetanlega heimild um sögu íslenskra kvikmynda.
Í tíunda og síðasta þætti Íslands: bíólands verður meðal annars fjallað um ýmsar þær nýlegu kvikmyndir sem hafa vakið meiri athygli á alþjóðlegum vettvangi en nokkru sinni fyrr.
Á seinni hluta annars áratugarins fjölgaði loks í hópi kvenkyns kvikmyndahöfunda. Í níunda þætti Íslands: bíólands verður meðal annars fjallað um myndir þeirra og baráttuna fyrir auknum hlut kvenna í kvikmyndagerð.
Í myndunum sem birtust undir lok fyrsta áratugarins og í upphafi annars, kvað sér hljóðs ný kynslóð leikstjóra. Margir þeirra vöktu mikla athygli þegar líða fór á annan áratuginn. Þetta og margt annað í áttunda þætti Íslands: bíólands sem sýndur verður á RÚV á sunnudag kl. 20:15.
Á síðari helmingi fyrsta áratugarins heldur íslenskum kvikmyndum áfram að fjölga. Margar þeirra má kalla rammíslenskar, þær gerast flestar í nútímanum en sækja efnivið í sögu og sagnaarf eða skoða samfélagsgerð og samskiptavenjur. Þetta og margt fleira í sjöunda þætti Íslands: bíólands - Heima og heiman - sem sýndur er á RÚV næsta sunnudag kl. 20:20.
Í upphafi nýrrar aldar kemur fram ný kynslóð kvikmyndahöfunda og myndum fjölgar. Þetta og margt annað í sjötta þætti Íslands: bíólands sem kallast Ný öld, ný kynslóð.
Á seinni hluta tíunda áratugarins var Íslenska kvikmyndasamsteypan einskonar miðstöð íslenskrar kvikmyndagerðar. Um þetta er fjallað í fimmta þætti heimildaþáttaraðarinnar Ísland: bíóland sem kallast Tími Íslensku kvikmyndasamsteypunnar og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.
Á fyrrihluta tíunda áratugarins urðu mikil umskipti í íslenskri kvikmyndagerð. Um þetta er fjallað í fjórða þætti heimildaþáttaraðarinnar Ísland: bíóland sem kallast Rödd í heimskór kvikmynda og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.
Stella í orlofi, Foxtrot, Í skugga hrafnsins, Magnús, Skytturnar og margar fleiri í þriðja þætti Íslands: bíólands sem kallast Vorhret á glugga og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.
Fyrsti þáttur Íslands: bíólands kallast Löng fæðing og er á dagskrá RÚV í kvöld kl. 20:20. Hann er helgaður þeim kvikmyndum sem gerðar voru frá upphafi tuttugustu aldar fram til loka sjötta áratugarins.
Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma. Þættirnir hefja göngu sína í RÚV sunnudaginn 14. mars. Stikla og plakat þáttanna hafa verið opinberuð.
Heimildamyndin Jól í lífi þjóðar lýsir jólum og undirbúningi þeirra hjá fjölda fólks heima og heiman. Myndin verður frumsýnd á RÚV að kvöldi annars dags jóla.
Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hefur fengið 120 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Ásgrímur Sverrisson skrifar handritið, sem byggt er á samnefndum söngleik Dr. Gunna. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.
Tökur eru hafnar á heimildaþáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda. Gert er ráð fyrir að sýningar hefjist í byrjun árs 2020 á RÚV. Ásgrímur Sverrisson stjórnar gerð verksins og skrifar handrit. Guðbergur Davíðsson, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson framleiða fyrir Kvikmyndasögur ehf.
Dagana 17.-25. desember 2017 mun RÚV bjóða öllum á Íslandi, sem og Íslendingum erlendis, að mynda það sem gerist um jólin og í aðdraganda þeirra og hlaða myndefninu upp á vef RÚV. Úr innsendu efni verður síðan gerð heimildamynd, Jól í lífi þjóðar, sem sýnd verður á RÚV að ári.
Hugrás birtir viðtal Björns Þórs Vilhjálmssonar greinarformanns Kvikmyndafræðideildar Háskóla Íslands við Ásgrím Sverrisson um menningarlegt hlutverk Klapptrés og hvernig það endurspeglar sýn Ásgríms á kvikmyndir og íslenska kvikmyndaheiminn.
Við Ingvar Þórðarson framleiðandi fylgdum Reykjavík á kvikmyndahátíðina í Mannheim og Heidelberg og það var mikil skemmtun og góð. Þetta er gamalgróin hátíð, 65 ára gömul og því með elstu hátíðum heimsins. Hún leggur áherslu á nýjar alþjóðlegar kvikmyndir, uppgötvanir. Heimamenn á báðum stöðum láta sig sannarlega ekki vanta og sýna innlifun og áhuga.
Heimildamyndin Dagur í lífi þjóðar eftir Ásgrím Sverrisson er sýnd í kvöld kl. 20:45 í RÚV í tengslum við hálfrar aldar afmæli Sjónvarpsins. Í myndinni fjallar fjöldi Íslendinga um atvik úr lífi sínu þann 30. september 2015, fyrir sléttu ári síðan.
Ásgrímur Sverrisson leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Reykjavík er í viðtali við kvikmyndavefinn Cinema Scandinavia þar sem hann ræðir um mynd sína, hugmyndirnar að baki henni sem og stöðuna í kvikmyndabransanum almennt.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir skrifar á Pjatt.is um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar og segir meðal annars að tónlist, leikur og mynd blandist svo fallega saman að útkoman verði alveg frábær.
Valur Gunnarsson skrifar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar í DV. Hann segir meðal annars: "Það besta sem hægt er að segja um myndina er að hún hlífir okkur við vondum bröndurum, því engir brandarar eru í henni yfirhöfuð eftir því sem ég kemst næst. Hún er því hvorki rómantísk né gamanmynd." Hann gefur myndinni eina stjörnu.
Hjördís Stefansdóttir skrifar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar í Morgunblaðið. Hún segir meðal annars að allt frá upphafskynningu sé "sleginn tónn að brotakenndum mikilfengleika," og að óvenju raunsæjar og mannlegar persónur fái að spinna sinn þráð út frá sínum vonum og þrám og rata í mannlegar flækjur. Hjördís gefur myndinni fjórar stjörnur.
Atli Sigurjónsson skrifar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar í Fréttablaðið og segir hana í heildina skemmtilega og ljúfsára mynd þó hún nái ekki alveg sömu hæðum og áhrifavaldarnir. Hann gefur myndinni þrjár stjörnur.
Ásgrímur Sverrisson er í viðtali við Morgunblaðið vegna myndar sinnar Reykjavík. Hann segir hugmyndina hafa verið að gera mynd um sambönd og samskipti, fjalla um greint fólk sem er að klúðra lífi sínu. "Þetta er ekki hefðbundin rómantísk gamanmynd þó að hún minni að nokkru á slíkar myndir. Þetta er sætbeiskt gamandrama," segir Ásgrímur.
Ólafur Arnarson skrifar á vef Hringbrautar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar og segir hana "dásamlega" og að honum takist "að gera það sama fyrir borgina og umhverfi hennar og meistara Allen tekst gjarnan í sínum borgarmyndum, fyrst New York og síðar evrópskum borgum á borð við London, París, Barcelona og Róm. Maður þekkir borgina en sér á henni alveg nýja hlið – skemmtilega og seiðandi hlið sem dregur mann til sín."
Eiríkur Jónsson skrifar á vef sinn um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar að í henni sé "einhver sérstök birta sem ekki hefur sést í öðrum Reykjavíkurmyndum, tærari, mildari."
Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Þetta er sætbeiskt gamandrama um reykvískt par sem stefnir í sitt hvora áttina. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.
Ásgrímur Sverrisson er í viðtali við Fréttablaðið vegna væntanlegrar frumsýningar á fyrstu mynd hans í fullri lengd, Reykjavík, þar sem hann ræðir myndina og hugmyndirnar bakvið hana. Myndin er frumsýnd þann 11. mars.
Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson kemur í kvikmyndahús þann 11. mars. Aðalpersóna myndarinnar, Hringur (Atli Rafn Sigurðarson), er bíóhneigður og rekur búð með mynddiska. Búðin heitir „Ameríska nóttin“ eftir mynd Francois Truffaut La Nuit américaine, sem fjallar um kvikmyndaleikstjóra og teymi hans að taka upp kvikmynd. Búðinni var plantað á jarðhæð húss við Óðinstorg í miðborg Reykjavíkur.