ÍSLAND: BÍÓLAND – hvað er íslensk kvikmynd?

Á síðari helmingi fyrsta áratugarins heldur íslenskum kvikmyndum áfram að fjölga. Margar þeirra má kalla rammíslenskar, þær gerast flestar í nútímanum en sækja efnivið í sögu og sagnaarf eða skoða samfélagsgerð og samskiptavenjur. Þetta og margt fleira í sjöunda þætti Íslands: bíólandsHeima og heiman – sem sýndur er á RÚV næsta sunnudag kl. 20:20.

Á þessum tíma koma einnig fram margar myndir þar sem umheimurinn er áberandi á ýmsa vegu. Í þessum þætti verður því meðal annars spurt: hvað er íslensk kvikmynd? Þá fá kvikmyndir Sólveigar Anspach sérstaka umfjöllun.

Í þættinum er fjallað um eftirtaldar kvikmyndir:

Voksne mennesker
Niceland (Næsland)
A Little Trip to Heaven
Reykjavík Rotterdam
Contraband
Skrapp út
Queen of Montreuil
L’effet aquatique (Sundáhrifin)
The Amazing Truth About Queen Raquela
Stóra planið
Mýrin
Kaldaljós
Í takt við tímann
Duggholufólkið
Strákarnir okkar
Veðramót
Heiðin
Brúðguminn
Börn
Foreldrar

Skoða má alla þætti og allar bíómyndir tengdar þáttunum hér.

Viðmælendur í sjöunda þætti eru (í stafrófsröð):

Baltasar Kormákur
Bergsteinn Björgúlfsson
Björn Ægir Norðfjörð
Dagur Kári
Didda Jónsdóttir
Einar Þór Gunnlaugsson
Gísli Örn Garðarsson
Guðný Halldórsdóttir
Heiða Jóhannsdóttir
Hilmar Oddsson
Hilmir Snær Guðnason
Ingvar E. Sigurðsson
Nína Dögg Filippusdóttir
Olaf De Fleur
Óskar Jónasson
Ragnar Bragason
Róbert Douglas
Sigríður Pétursdóttir
Sólveig Anspach (safnefni)

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til og með 2019. Hver þáttur tekur ákveðið tímabil fyrir, þar sem fjallað er um kvikmyndir þess tíma og valdir kaflar sýndir úr þeim. Farið er yfir inntak þeirra, áherslur, nálgun og aðstæðurnar sem þær eru gerðar í.

Vel á annað hundrað viðmælendur koma fram í þáttunum – leikstjórar, framleiðendur, handritshöfundar, leikarar og aðrir kvikmyndagerðarmenn auk fjölmargra innlendra og erlendra kvikmyndasérfræðinga.

Ásgrímur Sverrisson leikstýrir þáttaröðinni, skrifar handrit og er þulur. Framleiðendur eru Guðbergur Davíðsson, Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Sunna Gunnlaugs semur tónlist, Konráð Gylfason sér um litgreiningu og samsetningu, Örn Marinó Arnason stjórnar kvikmyndatöku, Hallur Ingólfsson vinnur hljóð og Thank You gerir grafík.

Þættirnir eru framleiddir af Kvikmyndasögum ehf, en RÚV er meðframleiðandi. Þeir eru gerðir í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkir verkefnið sem og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri þessarar þáttaraðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR