Ný gamanmynd í burðarliðnum hjá Markelsbræðrum

Þýska sölufyrirtækið Pict­ure Tree In­ternati­onal hef­ur keypt sölu­rétt­inn á ís­lensku gam­an­mynd­inni Guðaveigar í leik­stjórn þeirra Markelsbræðra, Þor­kels Harðar­son­ar og Arn­ar Marinós Arn­ar­son­ar. Tök­ur á kvik­mynd­inni standa nú yfir í Ri­oja vínhéraðinu á Spáni.

Guðaveigar fjall­ar um hóp ís­lenskra presta sem leggja af stað í leiðang­ur til að finna hið full­komna messuvín. Áætlað er að frum­sýna kvik­mynd­ina á næsta ári.

Með helstu hlut­verk fara þau Vi­vi­an Ólafs­dótt­ir, Hilm­ir Snær Guðna­son, Hall­dór Gylfa­son, Sverr­ir Þór Sverris­son og Þröst­ur Leó Gunn­ars­son.

Pict­ure Tree seldi ný­verið rétt­inn að gam­an­mynd­inni Fullt hús til Þýska­lands, Aust­ur­rík­is, Taív­an og Ástr­al­íu. Markelsbræður eru framleiðendur myndarinnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR