[Stikla, plakat] LJÓSBROT frumsýnd í dag á Cannes

Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar verður frumsýnd í dag á kvikmyndahátíðinni í Cannes, en hún er opnunarmynd Un Certain Regard flokksins.

Sagan gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga, þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

Með helstu hlutverk fara Elín Hall, Mikael Kaaber, Katla Njálsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson. Rúnar Rúnarsson skrifar handrit, leikstýrir og framleiðir ásamt Heather Millard.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR