Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson var valin besta mynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Nuuk á Grænlandi á dögunum. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Flóki Larsen íslenskufræðingur skrifar um Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar í Hugrás, vefrit Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann segir meðal annars að Rúnar bjóði upp á áhugaverða sögu en takist ekki að fylgja henni eftir.
Kolbeinn Rastrick fjallar um Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar í Lestinni á Rás 1 og segir hana meðal annars "eitt eftirminnilegasta íslenska kvikmyndaverk síðari ára."
Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar um Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar í Morgunblaðið og segir hana meðal annars sjónrænt meistaraverk þó stundum sé fagurfræðin talin mikilvægari en handritið.
Tvær kvikmyndir Rúnars Rúnarssonar, bíómyndin Ljósbrot annarsvegar og stuttmyndin O (Hringur) hinsvegar, hafa verið valdar á Torontohátíðina sem fram fer 5.-15. september.
Rúnar Rúnarsson hlaut leikstjórnarverðlaunin á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu á dögunum fyrir mynd sína Ljósbrot. Ný stikla myndarinnar er komin út, en sýningar hefjast á Íslandi 28. ágúst.
Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson og stuttmyndin Vem ropar för Alvar eftir Önnu Jóakimsdóttur-Hutri verða sýndar á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Hátíðin fer fram dagana 28. júní til 6. júlí. Rithöfundurinn Sjón mun sitja í aðaldómnefnd hátíðarinnar.
Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar er á meðal verkefna sem hljóta styrki í annarri úthlutun Eurimages-sjóðsins á árinu 2023. Veitt er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári til samframleiðsluverkefna.
Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur veitt kvikmyndinni Ljósbrot í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar tæplega 19 milljón króna styrk. Þetta var tilkynnt í dag. Tökur hefjast í haust.