Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.
Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Snjó og Salóme Sigurðar Anton Friðþjófssonar í Morgunblaðið og segir styrk hennar liggja í hnyttnum samtölum en skerpa hefði mátt á dramatískari senum. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.
Snjór og Salóme eftir Sigurð Anton Friðþjófsson opnar í 15. sæti aðsóknarlistans. Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur nú fengið 21.243 gesti eftir þrettándu sýningarhelgi.