“Dagur í lífi þjóðar”: Heimildamynd um einn dag í lífi þjóðarinnar samkvæmt henni sjálfri

RÚV býður öllum í landinu að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi sínu þennan dag. Úr innsendu efni verður gerð heimildamynd í fullri lengd, Dagur í lífi þjóðar, sem sýnd verður á hálfrar aldar afmæli RÚV þann 30. september 2016.
Posted On 23 Sep 2015

Margarethe von Trotta: horfst í augu við söguna

Morgunblaðið birtir viðtal við Margarethe von Trotta sem er heiðursgestur RIFF í ár. Von Trotta er eitt þekkt­asta nafnið í þýskri kvik­mynda­gerð. Hún var hluti af þeim kjarna leik­stjóra, sem hóf þýsk­ar kvik­mynd­ir til virðing­ar eft­ir langvar­andi lægð.
Posted On 23 Sep 2015

Cineuropa um “Þresti”: Sakleysið skyndilega kvatt

"Rúnar Rúnarsson hefur gert yfirvegaða frásögn um breytinguna frá unglingsárum til fullorðinsára sem er miklu harkalegri og grimmdarlegri en virðist við fyrstu sýn," segir Alfonso Rivera hjá Cineuropa meðal annars um Þresti sem nú er sýnd á San Sebastian hátíðinni.
Posted On 23 Sep 2015

Stuttmynd Einars Baldvins, “The Pride of Strathmoor” vann á Nordisk Panorama

Stuttmynd Einars Baldvins, The Pride of Strathmoor, hlaut aðalverðlaunin í stuttmyndaflokki Nordisk Panorama hátíðarinnar sem lauk í Malmö í gær.
Posted On 23 Sep 2015