Stockfish Film Festival verður haldin í fjórða sinn í Bíó Paradís dagana 1. til 11. mars næstkomandi. Norski leikstjórinn Iram Haq verður sérstakur gestur hátíðarinnar og meðal helstu mynda er Loveless eftir Andrey Zvyagintsev.
Þáttaröðin Stella Blómkvist verður í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar næstkomandi og verður hver þáttur sýndur vikulega. Þá verða fyrstu tveir þættirnir frumsýndir á norrænu streymiþjónustunni Viaplay þann 2. febrúar.
Heimildamyndin Garn/Yarn sem framleidd er af Compass Films hefur fengið góðar móttökur víða um heim á undanförnum misserum. Þannig var hún sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum, Bretlandi og vel á þriðja tug annarra landa. Nú er hún til sýnis í yfir 20 kvikmyndahúsum í Japan.
Snæbjörn Brynjarsson og Bryndís Loftsdóttur fjölluðu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í Menningunni á RÚV. Þau segja myndina vel heppnaða og glæsilegt byrjendaverk.
Hallgrímur Kristinsson formaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) ræddi við RÚV í tilefni þess að á síðasta ári voru myndirnar Undir trénu og Ég man þigtekjuhæstar í íslenskum kvikmyndahúsum. Hallgrímur segir að íslenskar kvikmyndir eigi sér oft lengra líf í kvikmyndahúsum en erlendar.
Kvikmyndirnar Andið eðlilega, Undir trénu, Svanurinn og Vetrarbræður ásamt þáttaröðinni Stellu Blómkvist og stuttmyndunum Frelsun og Cut taka þátt í Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar.
Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur kynnt tilnefningar til sjónvarpshandritaverðlauna sinna, en þetta er í annað skiptið sem þau eru veitt. Fulltrúi Íslands er Jóhann Ævar Grímsson fyrir handritið að þáttaröðinni Stellu Blómkvist.