HeimDreifing"Stella Blómkvist" í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar og á...

„Stella Blómkvist“ í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar og á Viaplay í febrúar

-

Þáttaröðin Stella Blómkvist verður í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar næstkomandi og verður hver þáttur sýndur vikulega. Þá verða fyrstu tveir þættirnir frumsýndir á norrænu streymiþjónustunni Viaplay þann 2. febrúar.

Þáttaröðin tekur þátt í sjónvarpshluta Gautaborgarhátíðarinnar og er tilnefnd þar til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins eins og Klapptré hefur áður greint frá.

“Viðbrögðin við Stellu hafa verið einkar ánægjuleg og við erum afar ánægð með tilnefninguna,”

segir Kjartan Þór Þórðarson framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic, framleiðanda þáttanna og bætir við:

“Stella er langt frá því að vera dæmigerð söguhetja; oft á tíðum dansar karakterinn á mörkum þess siðlega og það var mikil áskorun að koma henni til skila án þess að ganga fram af áhorfandanum en halda samt sem áður trúnaði við týpuna. Það má segja að Stella boði nýja tíma í norrænni sjónvarpsþáttagerð; hún er alls ekki dæmigerð söguhetja en á mjög auðvelt með að vekja samúð, forvitni og áhuga áhorfandans.“

Stella Blómkvist var frumsýnd á Sjónvarpi Símans Premium í nóvember síðastliðnum. Í lok árs 2017 höfðu þættirnir sex verið sóttir alls 235.000 sinnum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR