Sjö íslensk verk til Gautaborgar – „Andið eðlilega“ í keppni

Babetida Sadjo og Patrik Nökkvi Pétursson í Andið eðlilega.

Kvikmyndirnar Andið eðlilega,  Undir trénuSvanurinn og Vetrarbræður ásamt þáttaröðinni Stellu Blómkvist og stuttmyndunum Frelsun og Cut taka þátt í Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar.

Andið eðlilega keppir um Drekaverðlaunin (Dragon Award) fyrir bestu norrænu kvikmynd. Hún er ein af 9 norrænum myndum sem keppa um þessi eftirsóttu verðlaun, en verðlaunaféð er 1 milljón sænskra króna (tæplega 13 milljónir íslenskra). Myndin verður frumsýnd á Sundance hátíðinni sem fer fram í Park City í Bandaríkjunum 18. janúar n.k.

Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason munu taka þátt í Nordic Light sýningarröð hátíðarinnar.

Stuttmyndirnar Frelsun eftir Þóru Hilmarsdóttur og Cut eftir Evu Sigurðardóttur munu taka þátt í stuttmyndahluta Nordic Light sýningarraðarinnar.

Loks mun munu þættir úr sjónvarpsþáttaröðinni Stella Blómkvist eftir Óskar Þór Axelsson verða sýndir sem hluti af sjónvarpsþáttahluta Nordic Light sýningarraðarinnar. Þeir þættir eru einnig tilnefndir til Nordisk Film og TV Fond verðlaunanna.

Tvö íslensk verkefni í eftirvinnslu munu taka þátt í Work in Progress hluta hátíðarinnar; Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson og Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur.

Sjá nánar hér: Íslenskar myndir á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg – Andið eðlilega í keppni

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR