Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason vann til verðlauna á Arctic Open kvikmyndahátíðinni sem fór fram dagana 6. – 9. desember í borginni Arkhangelsk í Rússlandi.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands og Danmerkur. Tilnefningar voru kynntar í dag.
Vetrarbræður, hin dansk/íslenska kvikmynd Hlyns Pálmasonar, vann nýverið til tvennra verðlauna. Hún var valin besta kvikmyndin á Molodist - alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kænugarði í Úkraínu og Hlynur Pálmason var valinn besti leikstjórinn á Transilvaníu kvikmyndahátíðinni í Cluj-Napoca í Rúmeníu.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hlaut aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Vilnius í Litháen sem lauk um helgina. Elliott Crosset Hove var einnig valinn besti leikarinn.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar heldur áfram að gera það gott en í fyrrakvöld hlaut hún dönsku Bodil-verðlaunin sem besta kvikmynd síðasta árs. Bodil-verðlaunin eru ein elstu kvikmyndaverðlaun Evrópu en þau voru fyrst veitt árið 1948. Samtök kvikmyndagagnrýnenda í Danmörku veita verðlaunin.
Hlynur Pálmason, leikstjóri dansk/íslensku kvikmyndarinnar Vetrarbræður tók við Dreyer verðlaununum við hátíðlega athöfn þann 21. febrúar. Dreyer verðlaunin eru veitt af Carl Th. Dreyer Minningarsjóðnum til ungra kvikmyndaleikstjóra eða annarra listamanna innan kvikmyndabransans sem sýna fram á framúrskarandi listræna hæfni. Verðlaunin innihalda 50.000 danskra króna í verðlaunafé.
Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar átti gærkvöldið á dönsku Robert kvikmyndaverðlaununum sem Danska kvikmyndaakademían veitir. Myndin hlaut alls níu verðlaun, þar á meðal sem mynd ársins og leikstjóri ársins.
Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason hlaut aðalverðlaun Angers Premiers Plans hátíðarinnar í Frakklandi sem leggur áherslu á fyrstu verk leikstjóra. Þá hlaut stuttmyndin Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur nemendaverðlaun hátíðarinnar, en myndin er útskriftarverkefni hennar frá Danska kvikmyndaskólanum.
Kvikmyndirnar Andið eðlilega, Undir trénu, Svanurinn og Vetrarbræður ásamt þáttaröðinni Stellu Blómkvist og stuttmyndunum Frelsun og Cut taka þátt í Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar fær alls 15 tilnefningar til Robert-verðlaunanna sem Danska kvikmyndaakademían veitir. Underverden, sem meðal annars er framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, fær 14 tilnefningar.
Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.
Maria Von Hausswolff tökumaður Vetrarbræðra hlaut verðlaun fyrir bestu myndatökuna á Camerimage hátíðinni í Póllandi sem helguð er kvikmyndatöku. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hlaut þrenn verðlaun á Thessaloniki International Film Festival í Grikklandi sem lauk um helgina. Myndin hlaut einnig verðlaun í Sevilla á Spáni og La Roche-sur-Yon í Frakklandi fyrir skemmstu. Alls eru alþjóðleg verðlaun myndarinnar nú 11 talsins.