New Europe Film Sales kynnir þrjár myndir íslenskra leikstjóra í Haugasundi

Undir trénu verður kynnt í Haugasundi, en frumsýnd í Feneyjum og fer þaðan til Toronto.

New Europe Film Sales kynnir þrjár myndir íslenskra leikstjóra í Haugasundi dagana 19.-25. ágúst næstkomandi. Þetta eru Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason, Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Héraðið eftir Grím Hákonarson sem fer í tökur eftir áramót og er væntanleg ári síðar.

Variety skýrir frá og ræðir við Jan Naszewski hjá New Europe Film Sales sem staðsett er í Varsjá í Póllandi. Hrútar Gríms Hákonarsonar var ein fyrsta mynd þeirra sem vakti athygli alþjóðlega.

„Norrænir kvikmyndagerðarmenn eru frábærir sagnamenn með góða kímnigáfu og frábæran smekk“, segir Naszewski, sem fyrr í sumar dvaldi hér á landi í stuttu fríi. „Við vinnum með upprennandi hæfileikafólki sem við styðjum við og beinum sérstaklega sjónum okkar að Norðurlöndunum.“

Sjá nánar hér: Haugesund: New Europe Film Sales Drives Into Nordic Films | Variety

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR