Héraðið eftir Grím Hákonarson er nú í sýningum í Bandaríkjunum. Myndin hefur fengið fjölmargar jákvæðar umsagnir gagnrýnenda og á Rotten Tomatoes hefur hún fengið stimpilinn "Certified Fresh".
Michael Rechtshaffen gagnrýnandi Los Angeles Times ber Héraðið eftir Grím Hákonarson saman við Erin Brockovich og Norma Rae og segir Arndísi Hrönn Egilsdóttur íslensku útgáfuna af Frances McDormand umsögn sinni. Sýningar á myndinni hefjast í dag í Bandaríkjunum.
Grímur Hákonarson leikstjóri er í viðtali við The Guardian í tilefni af því að sýningar á mynd hans Héraðinu hefjast í Bretlandi í dag. Þar ræðir hann meðal annars um upplifun sína af viðbrögðum sumra kollega sinna hér á landi í kjölfar velgengni Hrúta.
Peter Bradshaw skrifar um Héraðið eftir Grím Hákonarson í The Guardian, en myndin er frumsýnd í Bretlandi (Curzon Home Cinema) 22. maí. Hann gefur meðal annars Arndísi Hrönn Egilsdóttur glimrandi umsögn og myndinni fjórar stjörnur.
Héraðið Gríms Hákonarsonar er meðal átta mynda sem keppa um Drekaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar nk. Hátíðin er sú stærsta á Norðurlöndunum og verður nú haldin í 43. skipti. Drekaverðlaunin eru stærstu peningaverðlaun sem þekkjast á kvikmyndahátíðum, en þau nema einni milljón sænskra króna (rúmum 13 milljónum íslenskra króna).
Óvenju mörg verk íslenskra kvikmyndagerðarmanna eru í sýningum þessa dagana eða alls tíu talsins. Þarna má finna bíómyndir, heimildamyndir, leiknar þáttaraðir og heimildaþáttaraðir. Einnig er óvenjulegt að kvenkyns höfundar standa að baki flestum þessara verka.
Dansk/íslenska myndin Goðheimar fékk rúma 1500 gesti um frumsýningarhelgina. Hvítur, hvítur dagur og Héraðið eru báðar komnar yfir mesta aðsóknarkúfinn og malla nú áfram.
"Þessi lúmskt fyndna tragikómedía úr alíslenskum raunveruleika springur út í dæmisögu sem á við alls staðar á öllum tímum," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Héraðið Gríms Hákonarsonar og gefur henni fjórar stjörnur.
Flatneskjuleg“ var fyrsta orðið sem ég heyrði um Héraðið þegar fyrstu dómarnir fóru að detta í hús. Það er eitthvað til í því – en það merkilega er að það er að einhverju leyti styrkur myndarinnar," segir Ásgeir H. Ingólfsson á vef sínum Menningarsmygl um kvikmynd Gríms Hákonarsonar.