Óvenju mikið af verkum í sýningum, konur áberandi á lykilpóstum

Óvenju mörg verk íslenskra kvikmyndagerðarmanna eru í sýningum þessa dagana eða alls tíu talsins. Þarna má finna bíómyndir, heimildamyndir, leiknar þáttaraðir og heimildaþáttaraðir. Einnig er óvenjulegt að kvenkyns höfundar standa að baki flestum þessara verka.

Bíómyndirnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins og Héraðið eftir Grím Hákonarson eru í kvikmyndahúsum. Þá er dansk/íslenska kvikmyndin Goðheimar eftir Fenar Ahmad einnig í sýningum.

Heimildamyndirnar Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg og Gósenlandið eftir Ásdísi Thoroddsen eru sýndar í Bíó Paradís.

Heimildaþáttaröðin Svona fólk eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur er í sýningum á RÚV og leiknu þáttaraðirnar Pabbahelgar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Venjulegt fólk (syrpa 2) eftir Júlíönu Sveinsdóttur, Völu Kristínu Eiríksdóttur og Fannar Sveinsson eru sýndar á RÚV annarsvegar og í Sjónvarpi Símans hinsvegar.

Annað sem er óvenjulegt er að konur eru áberandi í hópi helstu aðstandenda, leikstjóra, handritshöfunda og framleiðenda, en þær stýra sex af tíu þessara verka.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR