HeimEfnisorðKonur og kvikmyndagerð

Konur og kvikmyndagerð

Hvetur konur til að sækja um í Kvikmyndalistadeild

Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri, handritshöfundur og dósent við Kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands hvetur konur til að sækja um við deildina, en umsóknarfrestur rennur út 12. apríl.

Svar við bréfi Guðrúnar

Grein mín um hvernig konum í leikstjórastóli hefur fjölgað á undanförnum árum var ekki beint hugsuð sem svar við grein/útvarpspistli Guðrúnar Elsu Bragadóttur sem ber fyrirsögnina Konur leikstýra aðeins 10% íslenskra kvikmynda. Frekar má segja að hún hafi verið innblástur til að skoða málin frá öðru og nærtækara sjónarhorni. En Guðrún hefur skrifað svargrein og hér er svar við henni.

Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.

Mikil hlutfallsleg fjölgun heimildamynda eftir konur á síðustu árum

Í framhaldi af samantekt minni um hvernig konum sem leikstýra bíómyndum og þáttaröðum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum er einnig fróðlegt að skoða hvort konum sem stýra heimildamyndum hafi fjölgað á sama tímabili. Tölur sýna glöggt að þeim hefur fjölgað mikið hlutfallslega, en heimildamyndum hefur hinsvegar fækkað.

Hefur konum í leikstjórastól fjölgað á síðustu árum?

Samantekt Guðrúnar Elsu Bragadóttur á þátttöku kvenna í kvikmyndagerð gegnum tíðina er áhugaverð. Í ljósi þeirrar miklu umræðu sem verið hefur um þessi mál á undanförnum árum og Klapptré hefur fjallað mikið um er fróðlegt að skoða hvort kvenkyns leikstjórum hafi fjölgað á síðustu árum og hvert þróunin stefnir.

Konur leikstýra aðeins 10% íslenskra kvikmynda

Í öðrum pistli sínum um stöðu kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi rekur Guðrún Elsa Bragadóttir hvernig hlutfall kvenna sem leikstýra leiknum myndum hefur lækkað síðasta áratuginn. Stærsti vandinn virðist þó vera að konur sækja í minna mæli en karlar í kvikmyndagerð.

Kvikmyndir íslenskra kvenna ekki bara „kvenlegar“

Guðrún Elsa Bragadóttir doktorsnemi og kennari í kvikmyndafræði fjallar um um konur í íslenskri kvikmyndagerð í fyrsta pistli sínum af þremur í Víðsjá á Rás 1.

Ný bók um stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaðinum

Út er komin bókin Women in the International Film Industry: Policy, Practice and Power hjá Palgrave Macmillan útgáfunni í Bretlandi og fjallar um stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaði ýmissa landa. Ritstjóri er Susan Liddy en íslenski kaflinn er skrifaður af Guðrúnu Elsu Bragadóttur doktorsnema.

Óvenju mikið af verkum í sýningum, konur áberandi á lykilpóstum

Óvenju mörg verk íslenskra kvikmyndagerðarmanna eru í sýningum þessa dagana eða alls tíu talsins. Þarna má finna bíómyndir, heimildamyndir, leiknar þáttaraðir og heimildaþáttaraðir. Einnig er óvenjulegt að kvenkyns höfundar standa að baki flestum þessara verka.

Sýnið konunum peningana: hverjir fjármagna kvikmyndir kvenna?

Hvar eru skjóðurnar fullar af peningum handa konum til að gera bíómyndir, spyr Wendy Mitchell hjá Screen, en hún hefur meðal annars um árabil fjallað um íslenska kvikmyndagerð. Í greininni fer hún yfir þá fjölmörgu sjóði og fyrirtæki sem leggja sérstaka áherslu á að fjármagna bíómyndir eftir konur.

Republik: Stefnan að koma fram við alla af virðingu og jafnræði

Framleiðslufyrirtækið Republik hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við umræður um kynbundið ofbeldi, áreiti og mismunun í kvikmyndagerð og sviðslistum, þar sem sem fram kemur að fyrirtækið taki þeirri áskorun að uppræta kynbundið áreiti í íslenskri kvikmyndagerð.

Frá #metoo konum í sviðslistum og kvikmyndagerð: Yfirlýsingar eru ekki nóg

#metoo hópurinn sem á dögunum sendi frá sér yfirlýsingu undir heitinu Tjaldið fellur, hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu þar sem viðbragða er krafist frá fagfélögum í kvikmyndagerð og sviðslistum.

Sagafilm kynnir jafnréttis- og jafnlaunastefnu

Sagafilm hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar umræðu um áreitni, ofbeldi og mismunun í kvikmyndagerð og sviðslistum. Þar kemur meðal annars fram að fyrirtækið hafi sett sér jafnréttis- og jafnlaunastefnu sem nái til allra starfsmanna þess sem og verktaka.

Tjaldið fellur: Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá áreitni, ofbeldi og mismunun

587 konur sem starfa við kvik­mynda­gerð og/eða svið­listir hafa und­ir­ritað áskorun undir nafn­inu „Tjaldið fell­ur“ þar sem þær krefjast þess að fá að vinna vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mis­mun­unar. Þær segja í áskorun sinni að kyn­ferð­is­of­beldi áreitni og kyn­bundin mis­munun eigi sér stað í sviðs­lista- og kvik­mynda­geir­an­um, rétt eins og ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu.

Konur, kvikmyndir og Cannes: Tími jafnaðar er framundan

Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT á Íslandi, var á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum og sótti þar meðal annars máþing um konur og kvikmyndagerð sem haldið var af Sænsku kvikmyndastofnunni og WIFT Nordic. Hún birtir hér hugleiðingar sínar um málþingið og efni þess.

Fjallað um kynjajafnvægi umsókna á uppfærðum vef Kvikmyndamiðstöðvar

Vefur Kvikmyndamiðstöðvar hefur verið uppfærður og má skoða hér. Undir flokknum Styrkir má finna undirsíðu þar sem fjallað er um umsóknir í Kvikmyndasjóð. Þar er klausa með yfirskriftinni "Ójafnvægi í hlut kynja."

Bíómyndum og þáttaröðum eftir konur fjölgar

Von er á að minnsta kosti fjórum bíómyndum á næsta ári í leikstjórn og eftir handriti kvenna. Einnig hafa tvær kvikmyndir sem stýrt verður af konum fengið vilyrði um framleiðslustyrk og von er á að minnsta kosti tveimur þáttaröðum þar sem konur eru við stjórn. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur.

Bætt staða kvenna í kvikmyndagerð

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á stöðu kvenna í ís­lenskri kvik­mynda- og sjón­varpsþátta­gerð á síðustu árum. Vit­und­ar­vakn­ing inn­an at­vinnu­grein­ar­inn­ar hef­ur leitt til tölu­verðra fram­fara en mik­il­vægt er að halda bar­átt­unni áfram, seg­ir Dögg Móses­dótt­ir, formaður WIFT á Íslandi í samtali við Morgunblaðið.

Hátíðargusa Margrétar Örnólfsdóttur

Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur flutti hátíðargusu RIFF við opnun hátíðarinnar í Gamla bíói á fimmtudagskvöld. Gusuna má lesa hér.

Laufey Guðjónsdóttir: Árangurshlutfall kynja í styrkveitingum jafnt síðastliðinn áratug

Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar íslands skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem fram koma ítarlegri upplýsingar um skiptingu styrkja milli kynja en áður hafa birst. Tölurnar ná til áranna 2005-2015 og kemur í ljós að árangurshlutfall karla og kvenna er jafnt, 58%. Lengri grein Laufeyjar birtist hér ásamt skýringamyndum.

Viðhorf | Jafnrétti í kvikmyndum

Það er ekkert því til fyrirstöðu að koma á jafnrétti í íslenskum kvikmyndum, segir Björn B. Björnsson og bendir á að það sé í höndum kvikmyndabransans.

Kristín A. Atladóttir: Kynjamyndir kynjaumræðu

Kristín A. Atladóttir framleiðandi tjáir sig um umræðuna um kynjahalla í kvikmyndum í Fréttablaðinu og segir meðal annars: "Það er ekki flókið að komast að óumdeilanlegum niðurstöðum í tölfræði kvikmyndastyrkja á Íslandi, niðurstöðum þar sem forsendur eru ljósar sem og hvaða spurningum er verið að svara. Tilgangslaust er að fleygja ófullnægjandi og misvísandi tölum á milli sín og hártoga um málefni þar sem sýnileg niðurstaða liggur fyrir, en eðli og orsakir eru ókunnar."

Dögg Mósesdóttir á málfundi RIFF: Okkur öllum í hag að konur jafnt sem karlar segi sögur

Dögg Mósesdóttir formaður WIFT á Íslandi flutti tölu á málfundi RIFF í Tjarnarbíói í gærkvöldi þar sem málefni kvenna í kvikmyndagerð voru rædd. Dögg sagði meðal annars: "Miðað við framgang mála hingað til mun taka okkur 600 ár að ná jafnrétti, við erum ekki lengra komin en það. Við erum öll sammála um að núverandi staða er óþolandi og hvorki bransanum né landinu til sóma. Okkar skoðun er sú að ástandið lagist seint og illa, NEMA það sé farið í sértækar aðgerðir hjá Kvikmyndamiðsttöð. Það sendir út nauðsynleg skilaboð til áhorfenda, framleiðslufyrirtækja, sjónvarpsstöðva, verðandi kvikmyndagerðarkvenna, allra."

Ráðherra heitir aðgerðum gegn kynjahalla í kvikmyndum

Menntamálaráðherra ætlar að hefja vinnu til að stemma stigu við ójöfnum kynjahlutföllum í kvikmyndagerð strax á þessu ári. Þetta kom fram á umræðufundi sem RIFF hélt í Tjarnarbíói í gær um málefnið.

Viðhorf | Kynleg kvikmyndagerð

Friðrik Erlingsson leggur út af umræðunni um kynjakvóta í kvikmyndagerð og segir meðal annars: "Stóra vandamálið í kynjahallanum á úthlutun styrkja frá Kvikmyndamiðstöð er ekki hvort umsækjandi er með kynfærin innvortis eða utanáliggjandi. Stóra vandamálið er skorturinn á skýrum og afmörkuðum vinnureglum fyrir ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar, svo þeir komist ekki lengur upp með að hafa ‘persónulega skoðun’ á umsóknum eða umsækjendum, heldur sé þeim gert að fjalla um þær á faglegan hátt, meta þær samkvæmt faglegri reglu, sem útilokar að persónulegt álit ráðgjafa hafi nokkuð um málið að segja."

Illugi: Markmiðið skiptir máli, ekki leiðirnar

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segist í viðtali við Vísi vera opinn fyrir öllum hugmyndum sem lúta að því að fá fleiri konur í kvikmyndagerð og hefur beðið Kvikmyndaráð að vinna hugmyndir um útfærslu á málinu.

RIFF efnir til opins fundar um kynjakvóta

RIFF stendur fyrir opnum málfundi í Tjarnarbíói fimmtudaginn 20. ágúst næstkomandi kl. 17 þar sem talsmenn ólíkra skoðana koma saman og ræða hvort setja skuli kynjakvóta á úthlutanir Kvikmyndasjóðs.

Bransinn er að vakna

Fréttablaðið ræðir við fimm kvikmyndagerðarkonur um kynjakvóta og stöðu kvenna í kvikmyndabransanum; Dögg Mósesdóttur, Veru Sölvadóttur, Guðnýju Halldórsdóttur, Elísabetu Ronaldsdóttur og Þóru Tómasdóttur.

Elsa María: Kynjakvóti og sjálffílun karlanna

Elsa María Jakobsdóttir er í viðtali við Fréttablaðið/Vísi í dag en hún stundar nú nám í kvikmyndaleikstjórn við Danska kvikmyndaskólann. Elsa María ræðir meðal annars um stöðu kvenna í kvikmyndabransanum.

Laufey: Kynjakvóti vandmeðfarin aðgerð

Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, tjáir sig um þær hugmyndir sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið varðandi kynjakvóta til að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. Hún segir þetta vandmeðfarna aðgerð sem yrði að vera tímabundin.

Viðhorf | Lögum kynjahallann

Nú þegar framundan er endurnýjun kvikmyndasamnings stjórnvalda og bransans blasir við að þar verði kveðið á um jafnvægi í styrkveitingum milli kynja. Til þess þarf ekki kynjakvóta heldur skýra stefnu sem fylgt verði eftir með gjörðum sem snúast um að jafnvægi ríki milli kynja yfir tiltekið tímabil. Um þetta á bransinn að sameinast.

Svona löguðu Svíar kynjahallann í styrkjakerfinu án kynjakvóta

Anna Serner forstöðumaður Sænsku kvikmyndastofnunarinnar, sem er sambærilegt apparat við Kvikmyndamiðstöð Íslands, lýsir því í nýlegu viðtali hvernig hún lagaði kynjahallann í styrkjakerfinu með því að víkja frá kynjakvóta en leggja áherslu á ný viðhorf í meðferð umsókna.

Menntamálaráðherra segir tillögu Baltasars skynsamlega

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tekur vel í hugmyndir Baltasars Kormáks um að öll aukning á framlögum til kvikmyndasjóðs færi til kvenna.„Það er ljóst að það gengur ekki að helmingur þjóðarinnar, sem eru konur, eigi sér ekki sína rödd í kvikmyndum, öflugasta miðli nútímans. Það er ekkert bara vandamál kvikmyndagerðarmanna, heldur samfélagsins alls,“ segir Illugi Gunnarsson við Fréttablaðið.

Baltasar vill kynjakvóta í kvikmyndasjóði

Baltasar Kormákur segist í viðtali við Fréttablaðið vilja setja kynjakvóta á úthlutanir úr kvikmyndasjóði og að ríkið taki föstum höndum að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. „Ég er að segja, ókei strákar, förum í þetta mál. Styðjum við þetta. Hættum að berjast á móti. Við erum að stækka pottinn. Það er ekki verið að taka neitt frá neinum. Þetta er öllum til góða.”

Dögg Mósesdóttir: “Hlutirnir lagast því miður ekki af sjálfu sér”

Samantekt Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem birt var á dögunum, sýndi að á undanförnum árum hefur hærra hlutfall kvenna fengið styrki úr Kvikmyndasjóði en hlutfall karla. Ritstjóri Klapptrés leitaði álits Daggar Mósesdóttur formanns WIFT á niðurstöðum þessarar samantektar og spurði jafnframt hvar WIFT teldi helst kreppa skóinn þegar kemur að styrkveitingum til kvenna.

Mun hærra hlutfall kvenna en karla fær styrki úr Kvikmyndasjóði undanfarin ár

Í kjölfar umræðna um hlut kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi hefur Kvikmyndamiðstöð Íslands tekið saman upplýsingar fyrir árin 2013 og 2014 um fjölda umsókna í Kvikmyndasjóð Íslands og styrkja/vilyrða úr sjóðnum eftir kyni. Í ljós kemur að hlutfall kvenna sem fá styrki er mun hærra en karla. Karlar fá þó fleiri styrki í heild, en karlkyns umsækjendur eru mun fleiri.

Helena Harsita: Ég vil kynjakvóta í styrkveitingar til kvikmynda og þetta er ástæðan

Helena Harsita Þingholt leikstýra leggur orð í belg um kynjakvóta i kvikmyndagerð og er ómyrk í máli. Hún gagnrýnir harðlega ríkjandi fyrirkomulag þar sem að hennar sögn konum er meinaður aðgangur að hlaðborðinu og bætir við: "Ég vil að 12 ára dóttir mín og vinkonur hennar og vinir geti farið í bíó og séð eitthvað annað en myndir eftir karla, um karla, leikstýrðar af körlum."

Guðný Halldórsdóttir: Atlaga að íslenskri kvikmyndamenningu

Guðný Halldórsdóttir leikstýra heldur því fram að í kvikmyndamiðstöð hafi konur ekki sömu tækifæri og karlar sem leikstjórar og handritshöfundar. Þannig hafi það verið undanfarin ár og þetta sé vegna þess að ekki megi opna munninn í þeirri stofnun og gagnrýna vinnubrögðin, því þá sé alveg gefið að þér verði ýtt úr biðröðinni og steinn lagður í götu þína.

Um kynjakvóta og risaeðlur feðraveldisins

Dögg Mósesdóttir formaður WIFT á Íslandi vill skoða kynjakvóta varðandi styrki til kvikmyndagerðar en Friðrik Þór Friðriksson formaður SKL segir það fáránlegt. Fjörlegar umræður skapast um málið á Fésbók.

87% fjármagns Kvikmyndasjóðs fer til karla

Á árunum 2000 til 2012 fór 87% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands til karla og konur leikstýrðu aðeins 15% íslenskra kvikmynda á árunum 2000 til 2009. Þetta kemur fram í rannsókn Ívars Björnssonar á konum í íslenskri kvikmyndagerð sem skoða má hér.

Ása Helga: Breytum leiknum

Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðarkona hélt hátíðargusuna svokölluðu á opnunarkvöldi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Ræðuna flutti hún á ensku en þar fór hún yfir hlutskipti kvenna í kvikmyndaiðnaðinum.

Þjóðfélagsmein að konur geti ekki speglað sig í íslenskum kvikmyndum

Fáar konur taka þátt í gerð þeirra fjögurra kvikmynda sem teknar verða á Íslandi í sumar með styrkjum frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Í samtali við RÚV segir formaður WIFT (konur í kvikmyndum og sjónvarpi) það þjóðfélagsmein að konur geti ekki speglað sig í íslenskum kvikmyndum.

Doris Film: nafnlaus handritasamkeppni ætluð konum

Sérstakt samstarfsverkefni WIFT í Noregi og á Íslandi, Doris Film, býður íslenskum og norskum konum til handritasamkeppni fyrir stuttmynd en verkefnið hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði til jafnréttismála. Frestur til að senda inn tillögur er til 1.maí næstkomandi.

Glerþakið slapp órispað: Um árangur kvenna á Óskarnum 2014

"Glerþakið stendur nokkuð órispað eftir þessa Óskarsverðlaunahátíð, þar sem meirihluti gullkallana fór til hvítu kallanna eins og öll önnur ár," segir Þóra Kristín Þórsdóttir á Knúzinu þar sem hún skoðar ýmsa fleti nýliðinnar hátíðar.

Norræni kvikmyndaiðnaðurinn er karlaheimur

Jafnvægi milli kynjanna er enn víðsfjarri í norrænum kvikmyndaheimi. Nýjar tölur, sem kynntar voru á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð, sýna að af þeim 98 norrænum bíómyndum sem sýndar voru 2012 var aðeins ein þar sem konur voru í lykilstöðum fyrir aftan og framan myndavélina. Þetta kemur fram í grein á vefnum Nikk.no þar sem fjallað er um kynjamálefni.

Viðhorf | Ekkert kvenfólk með í þessari ferð sko!

Valið á fleygustu ummælum íslenskra kvikmynda fyrir 2000 hefur vakið nokkra athygli og umfjöllun í fjölmiðlum. Kannski ekki síst vegna þess að Brynhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Edduverðlaunanna, vakti sérstaka athygli sjálf á því þegar tilnefningar voru kynntar í gær.

Um meðferðina á konum í kvikmyndagerð

Það er enginn skortur á kvenleikstjórum. Það er hinsvegar mikill skortur á fólki sem er reiðubúið að gefa þeim tækifæri. Þetta segir Lexi Alexander, bandarískur leikstjóri, sem ræðir innmúrað og innbyggt kynjamisrétti í Hollywood í IndieWire.

Áfram um að fjölga konum

Rektor Kvikmyndaskólans, Hilmar Oddsson var gestur í þættinum Sjónmáli á Rás 1 í gær. Hann koma víða við í samtali sínu við Hönnu G. Sigurðardóttur og hvatti m.a. konur til dáða í kvikmyndagerð og auglýsti sérstaklega eftir kvenkyns umsækjendum í skólann.

Áskorun stjórnar WIFT vegna ráðningar útvarpsstjóra

Í tilefni af yfirvofandi ráðningu nýs útvarpsstjóra RÚV hefur stjórn Wift sent stjórn RÚV ohf áskorun um að virða jafnréttislög við ráðningu í stjórnunarstöður og um leið rétta hlut kvenna innan stofnunarinnar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR