Grein mín um hvernig konum í leikstjórastóli hefur fjölgað á undanförnum árum var ekki beint hugsuð sem svar við grein/útvarpspistli Guðrúnar Elsu Bragadóttur sem ber fyrirsögnina Konur leikstýra aðeins 10% íslenskra kvikmynda. Frekar má segja að hún hafi verið innblástur til að skoða málin frá öðru og nærtækara sjónarhorni. En Guðrún hefur skrifað svargrein og hér er svar við henni.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.
Í framhaldi af samantekt minni um hvernig konum sem leikstýra bíómyndum og þáttaröðum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum er einnig fróðlegt að skoða hvort konum sem stýra heimildamyndum hafi fjölgað á sama tímabili. Tölur sýna glöggt að þeim hefur fjölgað mikið hlutfallslega, en heimildamyndum hefur hinsvegar fækkað.
Samantekt Guðrúnar Elsu Bragadóttur á þátttöku kvenna í kvikmyndagerð gegnum tíðina er áhugaverð. Í ljósi þeirrar miklu umræðu sem verið hefur um þessi mál á undanförnum árum og Klapptré hefur fjallað mikið um er fróðlegt að skoða hvort kvenkyns leikstjórum hafi fjölgað á síðustu árum og hvert þróunin stefnir.
Í öðrum pistli sínum um stöðu kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi rekur Guðrún Elsa Bragadóttir hvernig hlutfall kvenna sem leikstýra leiknum myndum hefur lækkað síðasta áratuginn. Stærsti vandinn virðist þó vera að konur sækja í minna mæli en karlar í kvikmyndagerð.
Guðrún Elsa Bragadóttir doktorsnemi og kennari í kvikmyndafræði fjallar um um konur í íslenskri kvikmyndagerð í fyrsta pistli sínum af þremur í Víðsjá á Rás 1.
Út er komin bókin Women in the International Film Industry: Policy, Practice and Power hjá Palgrave Macmillan útgáfunni í Bretlandi og fjallar um stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaði ýmissa landa. Ritstjóri er Susan Liddy en íslenski kaflinn er skrifaður af Guðrúnu Elsu Bragadóttur doktorsnema.
Óvenju mörg verk íslenskra kvikmyndagerðarmanna eru í sýningum þessa dagana eða alls tíu talsins. Þarna má finna bíómyndir, heimildamyndir, leiknar þáttaraðir og heimildaþáttaraðir. Einnig er óvenjulegt að kvenkyns höfundar standa að baki flestum þessara verka.
Hvar eru skjóðurnar fullar af peningum handa konum til að gera bíómyndir, spyr Wendy Mitchell hjá Screen, en hún hefur meðal annars um árabil fjallað um íslenska kvikmyndagerð. Í greininni fer hún yfir þá fjölmörgu sjóði og fyrirtæki sem leggja sérstaka áherslu á að fjármagna bíómyndir eftir konur.
Framleiðslufyrirtækið Republik hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við umræður um kynbundið ofbeldi, áreiti og mismunun í kvikmyndagerð og sviðslistum, þar sem sem fram kemur að fyrirtækið taki þeirri áskorun að uppræta kynbundið áreiti í íslenskri kvikmyndagerð.
#metoo hópurinn sem á dögunum sendi frá sér yfirlýsingu undir heitinu Tjaldið fellur, hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu þar sem viðbragða er krafist frá fagfélögum í kvikmyndagerð og sviðslistum.
Sagafilm hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar umræðu um áreitni, ofbeldi og mismunun í kvikmyndagerð og sviðslistum. Þar kemur meðal annars fram að fyrirtækið hafi sett sér jafnréttis- og jafnlaunastefnu sem nái til allra starfsmanna þess sem og verktaka.
587 konur sem starfa við kvikmyndagerð og/eða sviðlistir hafa undirritað áskorun undir nafninu „Tjaldið fellur“ þar sem þær krefjast þess að fá að vinna vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismununar. Þær segja í áskorun sinni að kynferðisofbeldi áreitni og kynbundin mismunun eigi sér stað í sviðslista- og kvikmyndageiranum, rétt eins og annars staðar í samfélaginu.
Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT á Íslandi, var á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum og sótti þar meðal annars máþing um konur og kvikmyndagerð sem haldið var af Sænsku kvikmyndastofnunni og WIFT Nordic. Hún birtir hér hugleiðingar sínar um málþingið og efni þess.
Vefur Kvikmyndamiðstöðvar hefur verið uppfærður og má skoða hér. Undir flokknum Styrkir má finna undirsíðu þar sem fjallað er um umsóknir í Kvikmyndasjóð. Þar er klausa með yfirskriftinni "Ójafnvægi í hlut kynja."
Von er á að minnsta kosti fjórum bíómyndum á næsta ári í leikstjórn og eftir handriti kvenna. Einnig hafa tvær kvikmyndir sem stýrt verður af konum fengið vilyrði um framleiðslustyrk og von er á að minnsta kosti tveimur þáttaröðum þar sem konur eru við stjórn. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur.
Miklar breytingar hafa orðið á stöðu kvenna í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á síðustu árum. Vitundarvakning innan atvinnugreinarinnar hefur leitt til töluverðra framfara en mikilvægt er að halda baráttunni áfram, segir Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT á Íslandi í samtali við Morgunblaðið.