Heim Bransinn Yfir hundrað sögur bárust í Doris Film keppnina

Yfir hundrað sögur bárust í Doris Film keppnina

-

 

Stefnuyfirlýsing Doris Film.
Stefnuyfirlýsing Doris Film.

Á nýjum vef WIFT á Íslandi kemur fram að yfir eitt hundrað sögur eftir konur bárust í handritasamkeppni Doris Film. Umsóknarfrestur rann út 7. maí síðastliðinn.

Markmið samkeppninnar, sem er eftir sænskri fyrirmynd, er að framleiða stuttmyndir með konum í öllum lykilhlutverkum fyrir framan og aftan myndavélarnar. Stuttmyndirnar verða m.a. sendar á kvikmyndahátíðir og nýttar sem kennsluefni í myndlæsi þar sem rýnt verður í birtingarmynd kynjanna í kvikmyndamiðlinum. 

Dómnefndin er skipuð í samstarfi við Wift í Noregi samanstendur af tíu framleiðendum. Dómnefndin mun velja tíu handritstillögur fyrir næsta stig keppninnar þar sem beðið verður um fullunnið handrit.  Í júli verður tilkynnt hvaða 10 tillögur komast áfram og mun höfundum þeirra gefast kostur á handritaráðgjöf ef þær kjósa. Áætlað er að fimm handrit standi eftir að keppninni lokinni og fara þau handrit í framleiðsluferli. Handritasamkeppnin var nafnlaus í fyrstu umferð.

Sjá nánar hér: Yfir hundrað sögur eftir konur | wift.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.