Yfir hundrað sögur bárust í Doris Film keppnina

 

Stefnuyfirlýsing Doris Film.
Stefnuyfirlýsing Doris Film.

Á nýjum vef WIFT á Íslandi kemur fram að yfir eitt hundrað sögur eftir konur bárust í handritasamkeppni Doris Film. Umsóknarfrestur rann út 7. maí síðastliðinn.

Markmið samkeppninnar, sem er eftir sænskri fyrirmynd, er að framleiða stuttmyndir með konum í öllum lykilhlutverkum fyrir framan og aftan myndavélarnar. Stuttmyndirnar verða m.a. sendar á kvikmyndahátíðir og nýttar sem kennsluefni í myndlæsi þar sem rýnt verður í birtingarmynd kynjanna í kvikmyndamiðlinum. 

Dómnefndin er skipuð í samstarfi við Wift í Noregi samanstendur af tíu framleiðendum. Dómnefndin mun velja tíu handritstillögur fyrir næsta stig keppninnar þar sem beðið verður um fullunnið handrit.  Í júli verður tilkynnt hvaða 10 tillögur komast áfram og mun höfundum þeirra gefast kostur á handritaráðgjöf ef þær kjósa. Áætlað er að fimm handrit standi eftir að keppninni lokinni og fara þau handrit í framleiðsluferli. Handritasamkeppnin var nafnlaus í fyrstu umferð.

Sjá nánar hér: Yfir hundrað sögur eftir konur | wift.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR