HeimEfnisorðWIFT á Íslandi

WIFT á Íslandi

Niður­skurður fjöl­breyti­leikans í ís­lenskri kvik­mynda­gerð

Leikstjórarnir Dögg Mósesdóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir birta grein á Vísi fyrir hönd stjórnar WIFT, þar sem lýst er yfir verulegum áhyggjum vegna niðurskurðar Kvikmyndasjóðs og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum.

Stjórn WIFT gagnrýnir kynjahalla í mönnun valnefnda Eddunnar

Stjórn WIFT á Íslandi hefur sent frá sér opið bréf til stjórnar ÍKSA og fagráðs Eddunnar í kjölfar þess að mönnun valnefnda Eddunnar var gerð opinber í dag.

Konur í kvikmyndagerð vilja svör frá menntamálaráðherra

WIFT, samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, vilja róttækar aðgerðir til að rétta af sláandi halla í iðnaðinum á Íslandi. Þær harma að ný kvikmyndastefna sem á að styðja við greinina til ársins 2030 taki ekki mið af jafnréttismálum.

Ný stjórn Wift á Íslandi kjörin

Ný stjórn Félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi (Wift) á Íslandi var kosin á aðalfundi félagsins á dögunum. Nýr formaður er Anna Sæunn Ólafsdóttir leikstjóri og leikkona sem tekur við formennskunni af Helgu Rakel Rafnsdóttur.

WIFT mótmælir kynjahalla í starfshóp um stefnumótun í kvikmyndamálum

WIFT á Íslandi, félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, hefur sent frá sér ályktun þar sem því er mótmælt að aðeins 2 konur séu í nýskipuðum starfshóp um kvikmyndamál af 9 alls.

Ný stjórn Wift kjörin

Wift konur létu ekki storminn stoppa sig í gærkvöldi og héldu á aðalfund Wift á Hallveigarstöðum, þar sem kosin var ný stjórn samtakanna.

Margrét Örnólfsdóttir fær hvatningarverðlaun WIFT

Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður hefur hlotið hvatningarverðlaun WIFT, en Klapptré skýrði frá því fyrir skömmu að Hrafnhildur Gunnarsdóttir hefði hlotið heiðursverðlaun WIFT. Verðlaun eru nú veitt í fyrsta sinn í tilefni af tíu ára afmæli samtakanna.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir hlýtur heiðursverðlaun WIFT

Hrafnhildur Gunnarsdóttir, leikstjóri og framleiðandi, hlýtur heiðursverðlaun WIFT, Samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum. Verðlaunin eru nú veitt í fyrsta sinn í tilefni af tíu ára afmæli WIFT á Íslandi en samtökin munu einnig veita hvatningarverðlaun sem verða veitt fyrir lok þessa árs.

Bætt staða kvenna í kvikmyndagerð

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á stöðu kvenna í ís­lenskri kvik­mynda- og sjón­varpsþátta­gerð á síðustu árum. Vit­und­ar­vakn­ing inn­an at­vinnu­grein­ar­inn­ar hef­ur leitt til tölu­verðra fram­fara en mik­il­vægt er að halda bar­átt­unni áfram, seg­ir Dögg Móses­dótt­ir, formaður WIFT á Íslandi í samtali við Morgunblaðið.

WIFT óskar eftir kvikmyndaefni eftir konur fyrir nýjan vefmiðil

WIFT á Íslandi, félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, vinnur nú að undirbúningi nýs vefmiðils á vefsíðu félagsins. Markmiðið er að auka vægi og sýnileika kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum.

Bíó Paradís tekur upp Bechdel prófið

Dögg Mósesdóttir formaður WIFT tók í dag við Bechdel verðlaununum fyrir hönd WIFT sem Bíó Paradís veitir í tilefni þess að bíóið hefur nú tekið up A-Rating kerfið þar sem allar kvikmyndir í sýningu verða Bechdel prófaðar.

Stelpurnar taka upp kameruna

WIFT á Íslandi í samstarfi við RIFF og Kvikmyndaskóla Íslands stendur fyrir sumarnámskeiði í stuttmyndagerð 4.-18. ágúst fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri. Þátttakendum verður skipt í tvo aldurshópa, 15-17 ára (fæddar 1998-2000) og 18-20 ára (fæddar 1995-1997). Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði kvikmyndagerðar og því lýkur með gerð stuttmyndar.

Dögg Mósesdóttir: “Hlutirnir lagast því miður ekki af sjálfu sér”

Samantekt Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem birt var á dögunum, sýndi að á undanförnum árum hefur hærra hlutfall kvenna fengið styrki úr Kvikmyndasjóði en hlutfall karla. Ritstjóri Klapptrés leitaði álits Daggar Mósesdóttur formanns WIFT á niðurstöðum þessarar samantektar og spurði jafnframt hvar WIFT teldi helst kreppa skóinn þegar kemur að styrkveitingum til kvenna.

87% fjármagns Kvikmyndasjóðs fer til karla

Á árunum 2000 til 2012 fór 87% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands til karla og konur leikstýrðu aðeins 15% íslenskra kvikmynda á árunum 2000 til 2009. Þetta kemur fram í rannsókn Ívars Björnssonar á konum í íslenskri kvikmyndagerð sem skoða má hér.

Þjóðfélagsmein að konur geti ekki speglað sig í íslenskum kvikmyndum

Fáar konur taka þátt í gerð þeirra fjögurra kvikmynda sem teknar verða á Íslandi í sumar með styrkjum frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Í samtali við RÚV segir formaður WIFT (konur í kvikmyndum og sjónvarpi) það þjóðfélagsmein að konur geti ekki speglað sig í íslenskum kvikmyndum.

Doris Film: nafnlaus handritasamkeppni ætluð konum

Sérstakt samstarfsverkefni WIFT í Noregi og á Íslandi, Doris Film, býður íslenskum og norskum konum til handritasamkeppni fyrir stuttmynd en verkefnið hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði til jafnréttismála. Frestur til að senda inn tillögur er til 1.maí næstkomandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR