Ný stjórn Wift kjörin

Ný stjórn Wift á Íslandi: Tinna Hrafnsdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, Eva Sigurðardóttir, Helga Einarsdóttir og Dögg Mósesdóttir.

Wift konur létu ekki storminn stoppa sig í gærkvöldi og héldu á aðalfund Wift á Hallveigarstöðum, þar sem kosin var ný stjórn samtakanna.

Í nýrri stjórn Wift sitja Eva Sigurðardóttir (framleiðandi og leikstjóri), Helga Einarsdóttir (sjónvarps- og kvikmyndagerðarkona), Tinna Hrafnsdóttir (leikstjóri, framleiðandi og leikkona) og Dögg Mósesdóttir ( leikstjóri og handritshöfundur) en nýr formaður er Helga Rakel Rafnsdóttir (leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi).

Frá árinu 2011 hafa leikstjórarnir Kristín Jóhannesdóttir, Marsibil Sæmundardóttir,  Silja Hauksdóttir og Vera Sölvadóttir  setið í stjórn Wift ásamt Dögg Mósesdóttur sem hefur gengt formannsembættinu.

Sjá nánar hér: Ný stjórn Wift – wift

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR