Heimildamynd Jóhanns Jóhannssonar heitins, Last and First Men, verður tekin til sýninga í Bíó Paradís 22. janúar. Myndin var frumsýnd á Berlínarhátíðinni fyrir ári og vakti mikla athygli. Hún var einnig sýnd á Skjaldborgarhátíðinni síðastliðið haust.
Franska kvikmyndahátíðin fer fram í tuttugusta og fyrsta sinn dagana 4.- 14. febrúar í Bíó Paradís. Hluti myndanna verður einnig í boði á efnisveitunni HeimaBíó Paradís. Opnunarmyndin er Sumarið '85 (Été 85) eftir François Ozon.
Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.
Bíó Paradís opnar á ný í kvöld eftir töluverðar endurbætur en bíóið hefur verið lokað síðan í mars. Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda verður í bíóinu yfir helgina ásamt fleiru.
Bíó Paradís er tíu ára í dag, 15. september, en bíóið opnaði þennan dag árið 2010. Hér er myndband sem gert var í tilefni opnunarinnar á sínum tíma, en höfundur þess er Arnar Sigurðsson.
Skjaldborgarhátíðin, sem átti að fara fram á Patreksfirði um verslunarmannahelgina síðustu, verður opnunarhátíð Bíó Paradísar helgina 18.-20. september.
„Við kunnum okkur ekki læti,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar 2. Í gær var tilkynnt að kvikmyndahúsið yrði opnað aftur í september.
Bíó Paradís mun hefja starfsemi að nýju í haust, en kvikmyndahúsið hefur verið lokað frá 24. mars vegna faraldursins. Fyrir lokunina hafði verið tilkynnt að bíóinu yrði lokað frá 1. maí vegna fjárskorts.
Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar er í ítarlegu viðtali við Reykjavik Grapevine þar sem hún fer yfir stöðuna hjá bíóinu þessa dagana og hvort möguleiki sé á að forða lokun í vor.
Europa Cinemas, samtök 1232 listabíóa í 43 löndum, hafa sent borgarstjóra og mennta- og menningarmálaráðherra bréf þar sem lýst er yfir stuðningi við Bíó Paradís og hvatt til þess að forða bíóinu frá lokun.
Björn Þór Vilhjálmsson greinaformaður Kvikmyndafræðinnar í Háskóla Íslands hefur tekið saman fjölda ummæla nemenda Kvikmyndafræðinnar um Bíó Paradís og hvers virði bíóið er þeim.
"Sigur Hildar Guðnadóttur er sérkafli í afþreyingarmenningarsögunni og Parasite boðar jafnvel hvorki meira né minna en fall Hollywood og heimsmyndar brjáluðu Jókeranna," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið og ræðir nýliðin Óskarsverðlaun við Ásgeir H. Ingólfsson og Hrönn Sveinsdóttur.
CICAE, alþjóðleg samtök listabíóa, hafa sent frá sér skorinorða stuðningsyfirlýsingu við Bíó Paradís sem hefur tilheyrt þeim félagsskap um árabil. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að kvikmyndahús á borð við Bíó Paradís leggi fyrst og fremst áherslu á að þjóna samfélagi sínu en ekki að hámarka ágóða. Nú sé hætta á að bíóið verði fasteignabraski og græðgi að bráð. Jafnframt er minnt á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem veitt verða í Hörpu í desember næstkomandi og hversu mikilvægt sé að Bíó Paradís verði áfram heimili þeirra kvikmynda sem þar koma við sögu.
Í bréfi frá Marion Döring, framkvæmdastjóra Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, koma fram áhyggjur vegna þeirrar stöðu sem Bíó Paradís er í um þessar mundir. Döring segir það verða erfitt að útskýra fyrir gestum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, sem verða afhent í Hörpu í desember næstkomandi, að eina kvikmyndahúsið á Íslandi sem sinnir fjölbreyttri kvikmyndamenningu hafi verið lagt niður.
Sumarið 2009 skrifaði ég grein um íslenska kvikmyndamenningu og birti í Lesbók Morgunblaðsins. Fyrirsögnin var Ballaða um hnignun bíóhneigðar. Ég var að skrifa um þann grýtta menningarlega jarðveg sem íslenskar kvikmyndir yxu úr og óskaði mér einhvers betra. Greinin velti af stað atburðarás sem í stuttu máli leiddi til stofnunar Bíó Paradísar rúmlega ári síðar. Sú saga verður betur sögð við tækifæri, en í tilefni þess vanda sem nú steðjar að Bíó Paradís endurbirti ég þessar hugleiðingar.