spot_img

Bíó Paradís: Áhorfendum fjölgar milli ára, plakatasýning Svarta sunnudaga og nýtt hlaðvarp

bioparadis-monicavittiBíó Paradís hefur sent frá sér hlaðvarp sem kallast Paradísarpodcastið. Planið er að hlaðvarpið birtist vikulega og að fjallað verði um það sem er í gangi hjá kvikmyndahúsinu hverju sinni. Bíóið, sem nú er á sjötta starfsári, sendi nýlega frá sér tölur um aðsókn síðasta árs sem sýna um 48% aukningu í aðsókn milli ára.

Fréttina má lesa í heild hér.

Þá má einnig geta þess að árleg plakatasýning Svartra sunnudaga hefst kl. 17 laugardaginn 16. apríl næstkomandi. Vetrardagskrá Svartra sunnudaga er nú lokið en íslenskir listamenn hafa hannað plaköt fyrir allar sýningar klúbbsins frá upphafi og verða þau öll til sýnis og sölu.

Í hlaðvarpinu ræða þau Gunnar Ásgeirsson tæknistjóri Bíó Paradísar og Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri um spænsku myndina Mia Madre sem sýningar eru nýhafnar á, sem og plakatasýningu Svartra sunnudaga.

Hlusta má hér að neðan, en hugmyndin er að hlaðvarpið birtist einnig reglulega hér á Klapptré.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR