HeimEfnisorðSvartir sunnudagar

Svartir sunnudagar

Bíó Paradís: Áhorfendum fjölgar milli ára, plakatasýning Svarta sunnudaga og nýtt hlaðvarp

Bíó Paradís hefur sent frá sér hlaðvarp sem kallast Paradísarpodcastið. Planið er að hlaðvarpið birtist vikulega og að fjallað verði um það sem er í gangi hjá kvikmyndahúsinu hverju sinni. Bíóið, sem nú er á sjötta starfsári, sendi nýlega frá sér tölur um aðsókn síðasta árs sem sýna um 48% aukningu í aðsókn milli ára.

Svartir sunnudagar sýna „The Man Who Fell to Earth“ í minningu David Bowie um næstu helgi

Til að heiðra minningu David Bowie, sem lést í nótt, munu Svartir sunnudagar sýna næsta sunnudag mynd Nicholas Roeg The Man Who Fell to Earth (1976) þar sem Bowie fer með titilhlutverkið.

Svartir sunnudagar sýna „The Holy Mountain“ til styrktar Jodorowsky

Eitt af helstu stórvirkjum kvikmyndasögunnar, The Holy Mountain eftir chileanska leikstjórann Alejandro Jodorowsky verður sýnt í Bíó Paradís sunnudaginn 10. janúar kl. 20. Myndin verður sýnd á vegum Svartra sunnudaga og ágóði af miðasölu rennur til styrktar nýjustu kvikmyndar Jodorowskys, Endless Poetry.

Viðhorf | Ekki missa af „Regnhlífunum í Cherbourg“

Regnhlífarnar í Cherbourg eftir allsherjar snillinginn Jacques Demy er ein af fegurstu kvikmyndum sögunnar. Svartir sunnudagar sýna hana í Bíó Paradís næsta sunnudag, en það er ekkert svart við þessa mynd, þetta verður bjartur sunnudagur.

Donnie Darko: Raunveruleiki hinna ímynduðu vina

Ásgeir Ingólfsson leggur út af kvikmyndinni Donnie Darko sem sýnd verður í Bíó Paradís næsta sunnudagskvöld á vegum Svartra sunnudaga. "Hún er á skjön við tímana," segir Ásgeir, "hvorki beinlínis unglingamynd né vísindaskáldskapur, á sama hátt og unglingur er hvorki barn né fullorðinn – en þarf engu að síður að takast á við báða heima."

Heimsókn Ulrich Seidl, „The Innocents“ og kúbönsk kvikmyndavika í Bíó Paradís

Ulrich Seidl leikstjóri viðstaddur frumsýningu Paradís: Von á laugardag, hinn klassíska hrollvekja Jack Clayton á Svörtum sunnudegi og sex nýjar kúbanskar kvikmyndir frá fimmtudegi.

Svartir sunnudagar hefjast á ný

Sunnudagir verða svartir á ný í Bíó Paradís frá 20. október þegar Videodrome eftir David Cronenberg verður sýnd kl. 20.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR