spot_img

“The Broken Circle Breakdown”, “The French Connection” og “Málmhaus” með enskum texta í Bíó Paradís

Bíó Paradís frumsýnir belgísku verðlaunamyndina The Broken Circle Breakdown á morgun föstudag. Myndin er byggð á vinsælu samnefndu leikriti eftir Johan Heldenbergh og Mieke Dobbels og segir sögu Elise og Didier, tveggja mjög svo ólíkra einstaklinga sem kynnast fyrir tilviljun. Þau verða ástfangin, gifta sig og Elise verður óvænt ólétt. Þegar barn þeirra greinist með ólæknandi sjúkdóm reynir á samband þeirra. Myndin hefur farið sigurför um Evrópu og meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu Evrópsku myndina af Europa Cinemas Label og áhorfendaverðlaun Berlinale 2013. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2013.

Meistaraverkið The French Connection verður til sýnis á sunnudagskvöld kl. 20. Sýningin er hluti af sýningaröð Svartra sunnudaga. Myndin fjallar um hinn eitilharða lögreglumann “Popeye” (Gene Hackman) sem sem fylgist með eiturlyfjainnflutningi inn í landið. Ekki missa af hinum margfræga bílaeltingarleik og raunverulegum glæpathriller sem mun skilja áhorfendur eftir með lífið í lúkunum.

Þá hefjast sýningar á Málmhaus Ragnars Bragasonar í bíóinu á föstudag. Myndin verður sýnd með enskum texta.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR