Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræðir við vefsíðuna Eurodrama um stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð, sögu sjóðsins og horfurnar framundan.
Þorsteinn Bachmann leikur bandarískan klámmyndakóng í kvikmynd Dome Karukoski, Tom of Finland, þar sem Ingvar Þórðarson er meðal framleiðenda. Í viðtali við Gay Iceland segir Þorsteinn meðal annars frá því hvernig það kom til að hann fékk hlutverkið.
RVK Studios Baltasars Kormáks hefur ráðið Pétur Sigurðsson til að stýra nýrri deild sem kemur til með að þjónusta erlend sjónvarps-, kvikmyndaverkefni og auglýsingar.
Hrútar hlutu tvenn verðlaun á Fajr International Film Festival sem lauk í Tehran í Íran í gær. Myndin var valin besta mynd hátíðarinnar og einnig hlutu Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson leikaraverðlaun hátíðarinnar.
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda – verður haldin í tíunda sinn á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina næstkomandi, 13.-15. maí. Í ár verða frumsýndar 13 nýjar íslenskar heimildamyndir, auk nokkurra verka í vinnslu. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Jose Luis Guerin.
Þær þrjár íslensku myndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsunum þessa dagana, Reykjavík, Fyrir framan annað fólk og Hrútar, malla allar í rólegheitunum þessa dagana enda langt liðið frá frumsýningum, til dæmis næstum ár í tilfelli þeirrar síðastnefndu.
Heimildamyndabálkurinn Verstöðin Ísland, sem upphaflega kom út í fjórum hlutum 1992, verður endurunnin í stafrænu formi og gefin út á ný innan skamms. Myndaflokkurinn, sem gerður var af Erlendi Sveinssyni, Sigurði Sverri Pálssyni og Þórarni Guðnasyni, hefur ekki verið fáanlegur um árabil en nú er um aldarfjórðungur frá því að verkið var frumsýnt í Háskólabíói.
Baskneska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Old Port Films vinnur nú að gerð heimildamyndar um Baskavígin svokölluðu árið 1615 (sem Íslendingar nefna Spánverjavígin). Kvikmyndagerðin Seylan er meðframleiðandi verksins, sem er stórt í sniðum.
Sýningar á Hrútum Gríms Hákonarsonar hefjast í dag í dönskum kvikmyndahúsum á vegum Scanbox. Myndin, sem kallast á dönsku Blandt mænd og får (Meðal manna og sauða) fær almennt góða dóma gagnrýnenda.
Ingvar Þórðarson og Sophie Mahlo, sem reka framleiðslufyrirtækið Neutrinos Productions í Berlín, eru meðframleiðendur á nýjustu mynd finnska leikstjórans Dome Karukoski, Tom of Finland. Ingvar var einnig meðframleiðandi síðustu myndar Karukoski, The Grump, ásamt Júlíusi Kemp.
Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hafa fest kaup á þriðjungshlut í Skot Productions ehf. Um er að ræða nýtt hlutafé í félaginu en áður áttu þau Hlynur Sigurðsson og Inga Lind Karlsdóttir félagið að fullu.
Íslendingar koma við sögu í tveimur þeirra kvikmynda sem valdar hafa verið á Cannes hátíðina í maí. Önnur er í aðalkeppninni og hin í Director's Fortnight.
Reykjavík er í 18. sæti eftir sjöttu sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk er komin í 14. sæti eftir þá áttundu. Hrútar hefur nú verið sýnd í 47 vikur.
Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.
Sýningar á heimildamynd Benedikts Erlingssonar The Show of Shows, hófust í Sambíóunum s.l. fimmtudag. Myndin hefur áður farið á fjölda hátíða og er nú sýnd á Tribeca hátíðinni í New York.
Síðastliðinn föstudag, 15. apríl, afhenti fjölskylda Óskars Gíslasonar, kvikmyndagerðarmanns og brautryðjanda í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar, þjóðinni til eignar allar kvikmyndir hans sem og mikið safn gagna og margvíslegra gripa sem Óskar lét eftir sig.