„Ófærð“ með tvær tilnefningar til Golden Nymph verðlaunanna í Monte-Carlo

ófærð logoSjónvarpsþáttaröðin Ófærð hlýtur tvær tilnefningar til Golden Nymph verðlaunanna sem Monte-Carlo Television Festival stendur fyrir. Ófærð er tilnefnd í flokki bestu dramaþáttaraðar og Ólafur Darri Ólafsson er tilnefndur sem besti leikarinn.

Meðal annarra þáttaraða sem fá tilefningu eru hin breska Poldark, Deutschland 83 frá Þýskalandi og Man in the High Castle frá Bandaríkjunum.

Alls voru innsend verk frá 65 löndum að þessu sinni.

Monte-Carlo Television Festival er meðal kunnustu sjónvarpshátíða heims, en hún verður haldin í 56. sinn dagana 12.-16. júní næstkomandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR