Baltasar Kormákur er í viðtali við Variety um nýjustu mynd sína, Adrift, sem frumsýnd verður þann 1. júní vestanhafs, en hér á landi tveimur vikum síðar.
"Kona fer í stríð er ævintýri og að horfa á hana er ævintýraleg upplifun. Kvikmyndatakan er frábær, handritið er svakalega vandað og tónlistin er dásamleg, allt við kvikmyndina er í raun til fyrirmyndar," segir Brynja Hjálmsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins um þessa kvikmynd Benedikts Erlingssonar.
Kvikmyndarýnir Lestarinnar, Gunnar Theódór Eggertsson, segir að Kona fer í stríð nýti sér kunnugleg stef úr spennu- og njósnamyndum á nýstárlegan hátt með því að færa þau inn í íslenska náttúru. Þrátt fyrir að náttúruvernd sé hluti af kjarna myndarinnar prediki hún þó aldrei yfir áhorfendum heldur sýnir þeim sannfærandi mynd af aktívísta sem tekur lögin í eigin hendur.
Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði er lokið og eins og fyrri daginn var þetta fínasta skemmtun. Patreksfirðingar eiga þakkir skildar fyrir að gera þetta mögulegt tólfta árið í röð, svo ekki sé minnst á gestrisnina. Skjaldborgarteyminu skal líka klappað lóf í lofa. En hvernig voru myndirnar? Ásgrímur Sverrisson ræðir þær sem hann sá.
Cannes hátíðinni er lokið og uppgjör helstu fagmiðla liggja fyrir. Hollywood Reporter segir mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vera meðal áhugaverðustu mynda hátíðarinnar og bæði Variety og Indiewire setja Arctic á lista sína yfir helstu myndirnar á Cannes þetta árið.
Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur vann hug og hjörtu bæði dómnefndar og áhorfenda á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði sem lauk í gærkvöldi.
Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, hlutu rétt í þessu SACD verðlaunin sem veitt eru í flokknum Critic's Week á Cannes hátíðinni. Verðlaunin eru veitt af samtökum handritshöfunda og tónskálda.
Tökur eru hafnar á heimildaþáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda. Gert er ráð fyrir að sýningar hefjist í byrjun árs 2020 á RÚV. Ásgrímur Sverrisson stjórnar gerð verksins og skrifar handrit. Guðbergur Davíðsson, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson framleiða fyrir Kvikmyndasögur ehf.
Benedikt Erlingsson hefur sent frá sér aðra vídeódagbókarfærslu frá Cannes þar sem hann fer yfir viðbrögð gagnrýnenda við mynd sinni, Kona fer í stríð - og fer með dýran kveðskap ásamt Ólafi Egilssyni handritshöfundi.
Heimildamyndin Bráðum verður bylting! eftir Hjálmtý Heiðdal og Sigurð Skúlason er meðal þeirra mynda sem verða frumsýndar á Skjaldborgarhátíðinni um næstu helgi. Stiklu myndarinnar má skoða hér.
Heimildamyndin Litla Moskva eftir Grím Hákonarson verður frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni sem fram fer um næstu helgi. Stiklu myndarinnar má skoða hér.
Stuttmyndin Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var valin besta myndin á Ennesimo Film Festival á Ítalíu á dögunum. Þetta eru 11. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Börkur Sigþórsson ræðir við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1. „Kvikmyndagerðarmenn eins og aðrir skapandi listamenn eiga að velta upp spurningum og helst áleitnum spurningum en ekki vera að sjá fyrir svörum,“ segir hann meðal annars.