Prentútgáfa Lands & sona komin á vefinn

Prentútgáfa Lands & sona, málgagns kvikmyndagerðarmanna, sem gefið var út á árunum 1995-2008, er komin á vef Landsbókasafnsins, timarit.is, í heild sinni. Alls komu út 45 hefti.

Þarna er að finna hverskyns efni um íslenska kvikmyndagerð, viðtöl, fréttir, umfjallanir, hugmyndaumræðu og margt fleira. Smelltu hér til að skoða Land & syni á timarit.is (í dálkinum vinstra megin á timarit.is er hægt að velja árganga, tölublöð og blaðsíður).

Vefhluti miðilsins, logs.is, fór í loftið 2003 en hætti starfsemi 2011. Hægt er að nálgast afrit á Vefsafni Landsbókasafnsins. Smelltu hér til að skoða logs.is.

Fastan aðgang að bæði blaði og vef má finna í borðanum efst undir „Land & synir“.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR