HeimEfnisorðMorgunblaðið

Morgunblaðið

Morgunblaðið um NATATORIUM: Eins og mjög fallegt púsluspil sem vantar nokkur púsl í

"Áhorfendur bíða svo alla myndina eftir því að flett sé af dulúðinni en það er aldrei gert. Í staðinn sitja þeir eftir jafn undrandi og í byrjun myndarinnar af því að of margir lausir þræðir eru skildir eftir til túlkunar," skrifar Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðið um Natatorium eftir Helenu Stefánsdóttur.

Morgunblaðið um THE PIPER: Fjandsamlegur flautuleikur

"Skemmtilegt bíóáhorf með nokkrum hryllilegum atriðum fyrir hlé og nokkrum kjánalegum en fyndnum atriðum eftir hlé," skrifar Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðið um The Piper eftir Erling Óttar Thoroddsen.

Morgunblaðið um FULLT HÚS: Einn stór farsi

Skemmtileg og fyndin en á þó líklega ekki eftir að eldast jafnvel og aðrar klassískar íslenskar grínmyndir, segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Fullt hús eftir Sigurjón Kjartansson.

Morgunblaðið um TILVERUR: Einmana sálir í borginni

"Vel heppnuð og mannleg kvikmynd sem dregur upp sannferðuga mynd af samskiptum tveggja einmana sálna og flóknum tengslum þeirra við umhverfið, " skrifar Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðið um Tilverur Ninnu Pálmadóttur.

Morgunblaðið um SOVIET BARBARA: Siðferðilegar vangaveltur

"Þrátt fyrir opinn endi er um að ræða mjög sterka heimildarmynd sem veitir áhorfendum innblástur," segri Jóna Gréta Hilmarsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn um Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson.

Morgunblaðið um NORTHERN COMFORT: Mót kvíðasjúklinga

"Of almenn og sker sig þar af leiðandi ekki úr, en burtséð frá því þá er hún mjög fín grínmynd," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni um Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson.

Morgunblaðið um KULDA: Hver hefur sinn djöful að draga

Jóna Gréta Hilmarsdóttir fjallar um Kulda Erlings Óttars Thoroddsen í Morgunblaðinu og skrifar meðal annars: "Kuldi er ágæt mynd og skemmtileg áhorfs. Það getur hins vegar verið vandi að aðlaga bók kvikmyndaforminu og sumt er vel gert en annað ekki."

Morgunblaðið um VOLAÐA LAND: Mikið listaverk

Morgunblaðið endurbirtir umsögn Jónu Grétu Hilmarsdóttir um Volaða land Hlyns Pálmasonar frá nóvember síðastliðnum í tilefni þess að myndin verður sýnd í kvikmyndahúsum frá 10. mars.

Morgunblaðið um NAPÓLEONSSKJÖLIN: Skemmtileg klisja

Óneitanlega skemmtileg mynd þrátt fyrir marga galla, segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson.

Morgunblaðið um VILLIBRÁÐ: Frábær frumraun

"Ein skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér á landi í mörg ár," segir Helgi Snær Sigurðsson hjá Morgunblaðinu um Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur.

Jörundur Rafn Arnarson: Því minni at­hygli sem maður fær fyr­ir brell­urn­ar því ánægðari er maður

Jörundur Rafn Arnarson myndbrellumeistari var inn þeirra sem stýrðu myndbrelllum (VFX) við gerð kvikmyndarinnar Triangle of Sadness, sem hlaut Gullpálmann á Cannes í vor sem og Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem mynd ársins á dögunum. Hann ræddi við Morgunblaðið um starf sitt.

Morgunblaðið um ABBABABB!: Töfrandi myndheild en sundurlaus

Skemmtileg og fyndin en dálítið sundurlaus skrifar Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðið um Abbababb! eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur.

Morgunblaðið um BAND: Raunveruleiki og uppspuni

Flott og frumleg frumraun og vel unnin en náði ekki rýni á sitt band, segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.

Morgunblaðið um SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN: Persónugallerí Vesturlands

"Hluti af þessari nýju og spennandi stefnu í íslenskri kvikmyndagerð sem felst í því að fanga tilveru mannsins," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars í fjögurra og hálfs stjörnu umsögn um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.

Morgunblaðið um SVAR VIÐ BRÉFI HELGU: Ást í meinum

Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar umsögn í Morgublaðið um Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og gefur henni fjórar og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um ÚT ÚR MYRKRINU: Við verðum að tala um þetta

"Gefur þeim sem eftir sitja rödd," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um heimildamyndina Út úr myrkrinu eftir Helga Felixson og Titti Johnson.

Morgunblaðið um BERDREYMI: Ferskt íslenskt efni

"Það er frískandi að sjá þetta gráa og grimma borgarlandslag á bíótjaldinu," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar.

Morgunblaðið um ALLRA SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Slagsmál, ríðingar, fyllerí

"Þegar öllu er á botninn hvolft, fínasta skemmtun þó fyrsta myndin hafi verið öllu betri," segir Helgi Snær Sigurðsson í Morgunblaðinu um Allra síðustu veiðiferðina eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson.

Morgunblaðið um SKJÁLFTA: Vel heppnuð frumraun

Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Skjálfta Tinnu Hrafnsdóttur og segir hana byggða upp eins og rannsóknarlögreglumynd og rannsóknarefnið leyndarmálið sjálft sem býr innra með aðalpersónunni.

Morgunblaðið um HARM: Áhugavert og gott byrjendaverk

"Hvet Íslendinga til þess að styðja þessa ungu og efnilegu kvikmyndagerðarmenn og sjá myndina á bíótjaldinu," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Harm eftir Ásgeir Sigurðsson og Anton Kristensen.

Morgunblaðið um LEYNILÖGGU: Stórfyndin grínmynd

"Mikil sjálfsírónía einkennir kvikmyndina og teymið gerir hiklaust grín að sjálfu sér," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar.

Morgunblaðið um DÝRIÐ: Skemmtilegur darraðardans

"Heilt yfir er Dýrið skemmtilegur darraðardans og tekst að búa til söguheim þar sem hinu fáránlega er blandað við þjóðsagnaminni og bíóhefð, og útkoman er í senn spennandi og fyndin", segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðinu.

Hugleiðingar um KÖTLU: Geymist þar sem börn ná ekki til

Gunnar Ragnarsson birtir í Morgunblaðinu í dag hugleiðingar sínar um þáttaröðina Kötlu eftir Baltasar Kormák. Hann segir meðal annars: "Með Kötlu er íslenskt sjónvarpsverk komið nær alþjóðlegri meginstraumsmenningu en nokkru sinni fyrr, sem mótar vitanlega fagurfræði og frásagnaraðferðir hennar, en einnig kröfurnar sem gerðar eru."

Morgunblaðið um SKUGGAHVERFIÐ: Græða á daginn, drepa á kvöldin

"Grunnupplegg er ekki galið fyrir glæpasögu en fátt gengur upp í framkvæmd hennar," skrifar Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðsumsögn sinni um Skuggahverfið eftir Jón Gústafsson og Karolina Lewicka.

Morgunblaðið um þættina ÍSLAND: BÍÓLAND: Í einu orði sagt frábærir

Björn Jóhann Björnsson aðstoðarfréttastjóri á Morgunblaðinu skrifaði um þáttaröðina Ísland: bíóland í dálkinum Ljósvakinn á dögunum og kallaði þættina meðal annars ómetanlega heimild um sögu íslenskra kvikmynda.

Morgunblaðið um HÁLFAN ÁLF: Notaleg furðuveröld, í senn kunnugleg og framandi

"Skemmtileg og falleg mynd sem er merkilegur vitnisburður um fólk og kynslóðina sem það tilheyrir," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðinu um Hálfan álf Jóns Bjarka Magnússonar.

Morgunblaðið um ÖLMU: Upp, upp mín sál

"Myndin er nógu forvitnileg og öðruvísi til að fyrirgefa annmarka hennar," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í umsögn sinni um Ölmu Kristínar Jóhannesdóttur í Morgunblaðinu.

Morgunblaðið um SYSTRABÖND: Vandað til verka á öllum póstum

Silja Björk Huldudóttir hjá Morgunblaðinu skrifar um þáttaröðina Systrabönd (Sjónvarp Símans) og segir meðal annars: "Hér birtast okkur m.a. breyskar konur sem auðveldlega má hafa samúð með á sama tíma og gjörðir þeirra eru fordæmdar." Athugið að spilliefni er að finna í umsögninni.

Morgunblaðið um ER ÁST: Falleg frásögn um ást og missi

Heimildamyndin Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur er komin aftur í sýningar í Bíó Paradís. Á dögunum birti Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi Morgunblaðsins umsögn um myndina og gaf henni þrjár og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um ÞORPIÐ Í BAKGARÐINUM: Hamingjan er Hveragerðiskrútt

"Fráhvarf frá fyrri verkum leikstjórans og færir tráma og fjölskylduharm inn í hlýjan yl Hveragerðiskrúttsins en vandasamt er ná slíkri blöndu réttri," skrifar Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðið um Þorpið í bakgarðinum eftir Martein Þórsson.

Morgunblaðið um HÆKKUM RÁNA: Sjón er sögu ríkari

Gunnar Ragnarsson skrifar í Morgunblaðið um heimildamyndina Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson sem sýnd er í Sjónvarpi Símans og hefur vakið mikið umtal.

Morgunblaðið um HVERNIG Á AÐ VERA KLASSA DRUSLA: Lof sé lægsta samnefnara

"Myndin er afar lofandi frumraun leikstjórans og ferskur andblær í íslenskt kvikmyndalandslag," segir Gunnar Ragnarsson hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn sinni um Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu B. Torfadóttur.

Morgunblaðið um ÖMMU HÓFÍ: Fín skemmtun en ekki hnökralaus

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Ömmu Hófí eftir Gunnar B. Guðmundsson í Morgunblaðið og segir hana meðal annars fína skemmtun en vissulega fulla af litlum misfellum sem er synd að ekki hafi verið sléttað úr.

Enn að meðtaka vinsældirnar, rætt við Guðnýju Rós Þórhallsdóttur leikstjóra

Guðný Rós Þórhallsdóttir leikstýrði myndbandinu við lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu. Í byrjun vikunnar fór áhorfið yfir eina milljón og er Guðný enn að melta þessar góðu viðtökur, skrifar Guðrún Selma Sigurjónsdóttir í Morgunblaðið og ræðir við Guðnýju.

Morgunblaðið um „Bergmál“: Þjóð á aðventu

"Hún er flókin að því leyti að hún er afar merkingarþrungin, áhorfandinn kynnist mörgum ólíkum sjónarhornum og þarf að raða þeim saman," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Bergmál Rúnars Rúnarssonar.

Morgunblaðið um „Agnesi Joy“: Horft yfir flóann

"Afar skemmtileg kvikmynd sem fjallar á djúpviturlegan, fallegan og sprenghlægilegan hátt um uppvöxt, eftirsjá og fjölskyldusambönd," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í umsögn sinni um Agnesi Joy Silju Hauksdóttur í Morgunblaðinu. Brynja gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Síðasta haustið“: Annar taktur

Karl Blöndal skrifar í Morgunblaðið um heimildamyndina Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg, en myndin er nú sýnd í Bíó Paradís. Karl gefur myndinni fjórar stjörnur og segir hana fallegan og eftirminnilegan minnisvarða um líf á hjara veraldar.

Morgunblaðið um „Kaf“: Algjör vellíðunarmynd

"Efa að nokkur áhorfandi geti stillt sig um að brosa hringinn nánast samfleytt þær 72 mínútur sem myndin stendur yfir," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um heimildamyndina Kaf eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Hönnu Björk Valsdóttur.

Morgunblaðið um „Hvítan, hvítan dag“: Æsispennandi, hjartnæm og ískrandi kómísk á köflum

"Gerð á sígilda vísu en er jafnframt fersk og frumleg. Hún er æsispennandi en líka hjartnæm og ískrandi kómísk á köflum," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar. Hún gefur myndinni fimm stjörnur.

Morgunblaðið um „Héraðið“: Kraftmikil kvikmyndaupplifun

"Snjöll og skemmtileg mynd með sterka pólitíska slagsíðu sem á erindi við alla, hvort sem þeir búa í sveit eða borg," segir Brynja Hjálmsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins meðal annars í umsögn sinni um Héraðið eftir Grím Hákonarson, sem hún gefur fjórar stjörnur.

Morgunblaðið um „Taka 5“: Fínasta indí-bíómynd

"Myndin er virkilega fyndin og skemmtileg. Persónurnar eru mjög ólíkar og það skapast spennandi og sprenghlægileg átök á milli þeirra," segir Brynja Hjálmsdóttir í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Töku 5 Magnúsar Jónssonar.

Morgunblaðið um „Tryggð“: Áræðin og vekur til umhugsunar

"Sagan er áræðin og vekur mann til umhugsunar og myndmál er notað á snjallan hátt til að styrkja efniviðinn," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um Tryggð Ásthildar Kjartansdóttur. Almennar sýningar á myndinni hefjast í dag.

Rætt um „Tryggð“: Vissi samstundis þetta væri sagan

Ásthildur Kjartansdóttir leikstjóri og Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona eru í viðtali við Morgunblaðið um kvikmyndina Tryggð sem byggð er á skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Tryggðapanti. Myndin fer í almennar sýningar þann 1. febrúar.

Morgunblaðið um „Litlu Moskvu“: Kommar og helbláar íhaldskerlingar

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Litlu Moskvu eftir Grím Hákonarson í Morgunblaðið og segir hana vel gerða og þétta með fjölbreyttum og áhugaverðum persónum. Hún gefur myndinni fjórar stjörnur.

Morgunblaðið um „Undir halastjörnu“: Harmleikur úr samtímanum

Brynja Hjálmsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Undir halastjörnu eftir Ara Alexander og segir hana fagmannlega unna en hefði mátt við meiri spennu. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fimm.

Ólafur de Fleur Jóhannesson um „Malevolent“ og Netflix: Þetta er nýi völlurinn

Hrollvekjan Malevolent, í leikstjórn Ólafs de Fleur Jóhannessonar, verður frumsýnd á streymisveitunni Netflix á morgun, föstudag. Morgunblaðið ræddi við hann í tilefni þessa.

Morgunblaðið um „Lof mér að falla“: Vandað og áhrifaríkt

Helgi Snær Sigurðsson hjá Morgunblaðinu skrifar um Lof mér að falla eftir Baldvin Z og segir hana vandaða og áhrifaríka, en veltir fyrir sér hvort ganga hefði mátt enn lengra í að sýna hörmungar dópheimsins. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR