HeimEfnisorðMorgunblaðið

Morgunblaðið

Morgunblaðið um „Lof mér að falla“: Vandað og áhrifaríkt

Helgi Snær Sigurðsson hjá Morgunblaðinu skrifar um Lof mér að falla eftir Baldvin Z og segir hana vandaða og áhrifaríka, en veltir fyrir sér hvort ganga hefði mátt enn lengra í að sýna hörmungar dópheimsins. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur.

Gísli Snær Erlingsson: Nemendur besta auglýsingin

Morgunblaðið ræðir við Gísla Snæ Erlingsson sem tók nýverið við skólastjórataumunum í London Film School, einum elsta kvikmyndaskóla heims. Hann ræðir um skólann, verkefnin framundan og breytingarnar sem kvikmyndaheimurinn er að ganga í gegnum.

Morgunblaðið um „Kona fer í stríð“: Ævintýraleg upplifun

"Kona fer í stríð er ævintýri og að horfa á hana er ævintýraleg upplifun. Kvikmyndatakan er frábær, handritið er svakalega vandað og tónlistin er dásamleg, allt við kvikmyndina er í raun til fyrirmyndar," segir Brynja Hjálmsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins um þessa kvikmynd Benedikts Erlingssonar.

Morgunblaðið um „Varg“: Vindöld, vargöld

"Fléttan er vel heppnuð og gengur upp," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars um Varg Barkar Sigþórssonar í Morgunblaðinu og gefur henni þrjár og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Víti í Vestmannaeyjum“: Hádramatískt og fjörugt ævintýri

"Hádramatískt og fjörugt ævintýri, sem inniheldur góða blöndu af tárum, brosum og takkaskóm," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Víti í Vestmannaeyjum Braga Þórs Hinrikssonar.

Bragi Þór Hinriksson um „Víti í Vestmannaeyjum“: Miklar kröfur settar á krakkana

Bragi Þór Hinriksson ræðir við Morgunblaðið um gerð kvikmyndarinnar Víti í Vestmannaeyjum, sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag. Hann segir krakka kröfuharða kvikmyndagesti.

Morgunblaðið um „Andið eðlilega“: Landamærin í lífinu

Brynja Hjálmsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur og segir hana ákaflega haganlega smíðaða. Hún gefur myndinni fjórar og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Svaninn“: Stúlkan með kálfsaugun

"Brotakennd frásögnin og draumkennd myndatakan kallar fram hugrenningatengsl við myndir Terrence Malick, án þess þó að Svanurinn fari jafngríðarlega frjálslega með frásögn og þær myndir," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttir. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Reyni sterka“: Stórstjarna, skúrkur og harmræn hetja

"Stefna myndarinnar hefði getað verið markvissari," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um heimildamyndina Reyni sterka eftir Baldvin Z, en bætir því við að fjölskylda Reynis hafi stórmerkilega og spennandi sögu að segja. Hún gefur myndinni þrjár stjörnur.

Morgunblaðið um „Rökkur“: Úti bíður andlit á glugga

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Rökkur Erlings Óttars Thoroddsen í Morgunblaðið og segir hana hlaðna afar ólíkum hrollvekjuþáttum sem framkalli undantekningarlaust spennu en fléttan og niðurstaða hennar sé heldur laus í sér. Hún gefur myndinni tvær og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Sumarbörn“: Með augum barnsins

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur í Morgunblaðið og segir titilinn endurspegla stemninguna í myndinni þar sem ljóðrænni og barnslegri bjartsýni sé fléttað saman við þrúgandi alvöru lífsins. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Vetrarbræður“: Eitur í flösku

"Vetrarbræður inniheldur eitthvert pönk, einhverja rödd, sem ég fagna að sé komin inn í íslenskt kvikmyndasamhengi," skrifar Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðið um myndina. Hún gefur henni fjórar stjörnur.

Nanna Kristín Magnúsdóttir: Konur geta sagt alls kon­ar sög­ur

„Ég lít ekki svo á að kon­ur ein­ar eigi að segja sög­ur um kon­ur fyr­ir kon­ur. Auðvitað er mik­il­vægt að segja sög­ur kvenna og skrifa bita­stæð hlut­verk fyr­ir leik­kon­ur. Við kon­ur get­um hins veg­ar sagt alls kon­ar sög­ur og ég vil hafa fullt frelsi til að segja þær sög­ur sem mig lang­ar til,“ seg­ir Nanna Krist­ín Magnúsdóttir leikstjóri og handritshöfundur verðlaunamyndarinnar Unga í viðtali við Morgunblaðið.

Morgunblaðið um „Snjó og Salóme“: Kona á krossgötum

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Snjó og Salóme Sigurðar Anton Friðþjófssonar í Morgunblaðið og segir styrk hennar liggja í hnyttnum samtölum en skerpa hefði mátt á dramatískari senum. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.

Pálmi Guðmundsson um innlendar þáttaraðir í Sjónvarpi Símans

Morgunblaðið ræðir við Pálma Guðmundsson hjá Sjónvarpi Símans um fyrirtækið og framtíðarplön þess á sviði innlendrar dagskrárgerðar.

Morgunblaðið um „Hjartastein“: Ber er hver að baki

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar í Morgunblaðið og segir hana einhverja sterkustu íslensku kvikmynd síðustu ára og algjörlega á pari með því betra sem er að gerast í evrópskri kvikmyndagerð um þessar mundir. Hún gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu af fimm.

Morgunblaðið um „Baskavígin“: Öll kurl koma til grafar

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um spænsk/íslensku heimildamyndina Baskavígin í Morgunblaðið og segir með ólíkindum að hægt sé að gera svona viðamiklu og flóknu efni góð skil í rúmlega klukkutíma frásögn en það takist með miklum ágætum. Myndin fær fjóra og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Svarta gengið“: Bóndi má muna fífil sinn fegri

"Frásögnin er einlæg og nær kærkominni nánd við persónu sína í hennar náttúrulega umhverfi. Kári varðveitir með myndinni dýrmæta arfleifð þjóðarinnar og dregur líkt og í fyrri verkum sínum upp lifandi lýsingu af einstakri persónu sem svo sannarlega á erindi við komandi kynslóðir," segir Hjördís Stefánsdóttir hjá Morgunblaðinu um heimildarmynd Kára Schram, Svarta gengið. Hún gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um „Aumingja Ísland“: Ómarkviss hrunsaga

Hjördís Stefánsdóttir skrifar í Morgunblaðið um heimildarmynd Ara Alexanders, Aumingja Ísland. Hún gefur myndinni tvær og hálfa stjörnu og segir tengingar og úrvinnslu efnisatriða ekki nægilega skarpar og að heildin hefði verið sterkari ef moðað væri úr minna efni.

Morgunblaðið um „Grimmd“: Harmur, heift og hatur

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Grimmd Antons Sigurðssonar í Morgunblaðið og gefur henni þrjár stjörnur. Hún segir leikstjóra og leikara nálgist efniviðinn af nærgætni sem einkennist af djúpu, óhvikulu og áræðnu innsæi, en frásögnina rislitla og næstum langdregna.

Morgunblaðið um „Child Eater“: Hryllingur með ferskum augum

"Erlingur er augljóslega vel skólaður í eðli hrollvekja – sögu þeirra, baklandi og menningarlegu vægi. Í handritinu vinnur hann markvisst með væntingar áhorfenda og hefðina en afbyggir hana sömuleiðis og endurvinnur," segir Hjördís Stefánsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins um Child Eater Erlings Thoroddsen. Hún gefur myndinni fjórar stjörnur.

Anton Sigurðsson: Tvöfaldur faðir á árinu

Anton Sigurðsson ræðir við Morgunblaðið um mynd sína Grimmd, sem var frumsýnd á dögunum. Hann segist hafa unnið að myndinni síðastliðin fimm ár og að handritið sé innblásið af þrem­ur mjög ólík­um sög­um sem tengj­ast.

Morgunblaðið um „InnSæi“: Linar kreppu streituþræla

Hjördís Stefánsdóttir skrifar í Morgunblaðið um heimildamyndina InnSæi eftir Hrund Gunnsteinsdóttur og Kristínu Ólafsdóttur. Hún gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu og segir hana minna  áhorfendur á að heimurinn sé undraverður og verði seint kortlagður til hlítar.

Morgunblaðið um „Sundáhrifin“: Straumhvörf og hrífandi slembilukka

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Sundáhrifin Sólveigar Anspach í Morgunblaðið í dag, en myndin er frumsýnd á RIFF en verður svo tekin til sýninga í Bíó Paradís. Hjördís gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu og segir að í henni bjóðist "áhorfendum að flandra um með persónum í töfrandi söguheimi þar sem einlægar tilfinningar ráða för og duttlungafullt háttalag leiðir tíðum til spaugilegra árekstra."

Deepa Mehta heiðursgestur RIFF ræðir nýjustu mynd sína

Einn heiðursgesta RIFF 2016 er indverska leikstýran Deepa Mehta. Morgunblaðið ræddi við hana um nýjustu mynd hennar, Anatomy of Violence, sem sýnd verður á hátíðinni.

Viðtal við Al­ej­andro Jodorow­sky

Morgunblaðið ræðir við Al­ej­andro Jodorow­sky leikstjóra, en mynd hans Endless Poetry verður sýnd á RIFF. Jodorowsky átti að vera heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni en kemst ekki af heilsufarsástæðum.

Hjálmtýr Heiðdal ræðir um „Baskavígin“

Hjálmtýr Heiðdal, einn framleiðenda heimildamyndarinnar Baskavígin, er í viðtal við Morgunblaðið þar sem hann ræðir myndina og gerð hennar. Myndin er nú á San Sebastian hátíðinni og verður sýnd á RIFF.

Morgunblaðið um „Eiðinn“: Römm er sú taug

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Eiðinn Baltasars Kormáks í Morgunblaðið og gefur myndinni fimm stjörnur. "Sjónræn umgjörð og allur frágangur myndarinnar eru frámunalega hrífandi. Kvikmyndataka, klipping, tónlist, listræn útfærsla á leikmynd, búningum og gervum og allir aðrir formlegir þættir giftast í nostursamlega gæðaheild," segir Hjördís meðal annars í umsögn sinni.

Hjartnæm stund á Cannes

Börkur Gunnarsson skrifar fyrir Morgunblaðið um móttökur síðustu myndar Sólveigar Anspach, Sundáhrifanna á Cannes hátíðinni, þar sem hún hlaut SACD verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi myndina í Director's Fortnight dagskránni.

Morgunblaðið um „The Show of Shows“: Framúrstefnulegt meistaraverk

The Show of Shows er eins og söguleg og blæbrigðarík kviksjá sem hringsnýst sífellt hraðar og virðist alltaf við það að verða hamslausir órar. Stórbrotnar myndfléttur myndarinnar eru framúrstefnulegt meistaraverk," segir Hjördís Stefánsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn sinni um þessa heimildamynd Benedikts Erlingssonar.

Morgunblaðið um „Reykjavík“: Í draumi sérhvers manns er fall hans falið

Hjördís Stefansdóttir skrifar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar í Morgunblaðið. Hún segir meðal annars að allt frá upphafskynningu sé "sleginn tónn að brotakenndum mikilfengleika," og að óvenju raunsæjar og mannlegar persónur fái að spinna sinn þráð út frá sínum vonum og þrám og rata í mannlegar flækjur. Hjördís gefur myndinni fjórar stjörnur.

Morgunblaðið um „Fyrir framan annað fólk“: Klassískar aðstæður

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar í Morgunblaðið og segir hana hugljúfa mynd um hugnæmt ástarævintýri. "Handritið slær engar feilnótur en er líka í engan stað sértækt," segir Hjördís og gefur myndinni þrjár stjörnur.

Ásgrímur Sverrisson um „Reykjavík“: Mynd um sambönd og samskipti

Ásgrímur Sverrisson er í viðtali við Morgunblaðið vegna myndar sinnar Reykjavík. Hann segir hugmyndina hafa verið að gera mynd um sambönd og samskipti, fjalla um greint fólk sem er að klúðra lífi sínu. "Þetta er ekki hefðbundin rómantísk gamanmynd þó að hún minni að nokkru á slíkar myndir. Þetta er sætbeiskt gamandrama," segir Ásgrímur.

Morgunblaðið um „Njósnir, lygar og fjölskyldubönd“: Gott flæði og hrífandi samfella

Hjördís Stefánsdóttir skrifar í Morgunblaðið um heimildamynd Helga Felixsonar, Njósnir lygar og fjölskyldubönd, en myndin er nú í sýningum í Bíó Paradís. "Myndin er í senn mjög áhugaverð og stórmerkileg söguleg heimild sem sýnir hvernig átök styrjalda stórvelda geta af sér meinvörp sem eitra út frá sér yfir á afskekkt annes óháðra smáríkja og öfugt, hvernig illvígar fjölskylduerjur geta óvænt ratað inná fjarlægari vígstöðvar."

Emmanuelle Riva: „Langaði að vinna með Kristínu“

Morgunblaðið birtir í dag viðtal við hina heimskunnu frönsku leikkonu Emmanuelle Riva, sem nú leikur í kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Alma.

Morgunblaðið um „Þresti“: Spegill, spegill, herm þú hver

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Þresti Rúnars Rúnarssonar í Morgunblaðið og gefur henni fjóra og hálfa stjörnu af fimm. Hún segir áhorfendur finna tilfinningaspennu magnast innra með sér og skynja illþyrmilega að slæmar aðstæður Ara komi til með að versna til muna áður en yfir lýkur.

Morgunblaðið um „Webcam“: Fjötrar, ást og örbirgð

Hjördís Stefánsdóttir hjá Morgunblaðinu skrifar um Webcam Sigurðar Antons Friðþjófssonar og gefur henni þrjár stjörnur og segir meðal annars: "Þegar á heildina er litið er myndin allt í senn frumleg, ögrandi og krefjandi án þess að vera meiðandi eða groddaraleg. Hún tekur á viðkvæmum málefnum og vekur áhorfendur til umhugsunar um firringu nútímans þar sem hlutverkaleikir og sýndartengsl avatara í netheimum eru farin að þjarma að og skáka nærandi og ástríkum tengslanetum ættingja og vina í raunheimum."

Telmu Huld leiðist að leika sætu stelpuna

Telma Huld Jóhannesdóttir sem leikur annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Webcam sem frumsýnd var í gær, er í viðtali við Morgunblaðið. „"Ég er alveg meir yfir því að fá að leika þessa konu því hún er svo fersk,“ segir Telma sem vílaði ekki fyrir sér að fækka fötum í þágu hlutverksins."

Dáð af þúsundum í „Webcam“

Anna Hafþórsdóttir, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam, er í viðtali við Morgunblaðið. Almennar sýningar á myndinni hefjast á miðvikudag.

Morgunblaðið um „Albatross“: Með eldmóðsins vilja að vopni

Hjördís Stefánsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins skrifar vinsamlega um Albatross Snævars S. Sölvasonar, segir einlæga framsetningu og eftirtektarvert fumleysi frásagnarinnar hrífandi.

Morgunblaðið um „Hrúta“: Að duga eða drepast

Hjördís Stefánsdóttir fjallar um Hrúta í Morgunblaðinu og gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu af fimm. Hún segir Grím Hákonarson vinna markvisst með þemu og stef úr fyrri verkum sínum, en í þeim sé nútímavæðingu og efnishyggju teflt gegn þögguðum kynngikrafti náttúrunnar, hverfandi lifnaðarháttum og fornum menningararfi sem fyrnist hratt.

Morgunblaðið um „Austur“: Kolsvart náttmyrkur og heitasta helvíti

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Austur Jóns Atla Jónassonar í Morgunblaðið og segir myndina vægast sagt ógeðslega og óhugnaðinn með öllu tilgangslausan en engu að síður rífi hann áhorfendur á hol.

Morgunblaðið um „Blóðberg“: Líf í sjálfsblekkingu

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Blóðberg Björns Hlyns Haraldssonar í Morgunblaðið og gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR