Tökur standa yfir á bíómyndinni Reykjavík, í leikstjórn Ásgríms Sverrissonar, sem einnig skrifar handritið. Með helstu hlutverk fara Atli Rafn Sigurðarson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir.
Sýningar hefjast 26. september á kvikmyndinni Afinn með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki. Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir eftir eigin handriti sem aftur byggir á samnefndu leikriti hans.
Nýja umboðið kynnir nýja myndstjórnarkerfið frá Tricaster, Tricaster 8000, á sérstakri kynningu sem fram fer í Súdíó Sýrlandi Vatnagörðum 4 dagana 27. og 28. ágúst næstkomandi.