Bryndís Pétursdóttir leikkona lést 21. september síðastliðinn, tæplega 92 ára að aldri. Hún átti nær hálfrar aldar feril hjá Þjóðleikhúsinu en var jafnframt fyrsta íslenska leikkonan til að fara með burðarhlutverk í bíómynd.
Árni Páll Jóhannsson myndlistarmaður og leikmyndahönnuður er látinn eftir langvinn veikindi, 69 ára að aldri. Árni Páll var einn af lykilmönnum í íslenskri kvikmyndagerð allt frá kvikmyndavorstímanum.
Agnar Einarsson fyrrum hljóðmeistari hjá Sjónvarpinu, lést þann 13. febrúar síðastliðinn. Agnar lærði útvarps- og símvirkjun og síðan til sýningarmanns sem hann starfaði við frá 1949-1972 í Tjarnarbíói, Stjörnubíói og Tónabíói. 1972 hóf hann störf hjá Sjónvarpinu, lengst af sem hljóðmeistari þar til hann lét af störfum 1998. Eftir það starfaði hann að hluta til í Kvikmyndasafni Íslands og Bæjarbíói í Hafnarfirði. Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir og tengdadóttir Agnars, skrifar um hann nokkur minningarorð.
Ragna Fossberg förðunarmeistari tók síðustu vaktina hjá RÚV í gær, en hún hefur unnið hjá Sjónvarpinu í nær hálfa öld, auk þess að hafa tekið þátt í fjölda kvikmyndaverka. Fréttablaðið birtir ítarlegt viðtal við hana þar sem hún fer yfir líf og störf.
Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn, 43 ára að aldri, eftir um tveggja ára baráttu við krabbamein. Hann átti glæsilegan feril í sjónvarpi, leikhúsi, kvikmyndum og tónlist, bæði heima og á alþjóðlegum vettvangi, enda er hans minnst víða um heim.
Guðrún Þ. Stephensen leikkona lést í dag, 87 ára að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 29. mars 1931 og var frumburður hjónanna Dórótheu Breiðfjörð og Þorsteins Ö. Stephensen.
Jóhanns Jóhannssonar tónskálds er minnst víða um heim í kjölfar andláts hans s.l. föstudag. Tvær greinar, í Variety annarsvegar og The Guardian hinsvegar, vekja sérstaka athygli þar sem fjallað er ítarlega um tónlist hans og það sem hún stóð fyrir.
Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn, 48 ára að aldri. Hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær, en dánarorsök er ókunn á þessu stigi. Jóhann hafði skipað sér sess meðal virtustu kvikmyndatónskálda samtímans.
Björn Karlsson leikari lést 20. október síðastliðinn eftir skammvinn veikindi. Útför hans fer fram í dag. Hann var fæddur þann 23. janúar 1950 og ólst upp í Reykjavík. Björn starfaði sem leikari hjá Alþýðuleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar auk þess að koma fram í fjölda kvikmynda og sjónvarpsverka.
Guðmundur Magnússon kynntist Guðmundi Bjartmarssyni þegar hann nam við Kvikmyndaskóla Íslands og síðar störfuðu þeir saman. Guðmundur minnist hér nafna síns.