Hannes Þór Halldórsson er markmaður með myndavél

Hannes Þór Halldórsson markmaður og leikstjóri.

Hannes Þór Halldórsson markmaður og leikstjóri.

Hannes Þór Halldórsson er fulltrúi íslenskrar kvikmyndagerðar í knattspyrnuheiminum. Hann var að margra mati maður leiksins gegn Króötum á Laugardalsvelli síðastliðinn fimmtudag og stendur aftur í ströngu í kvöld ásamt félögum sínum í landsliðinu, í leiknum sem sker úr um hvort Ísland komist áfram á Heimsmeistaramótið í Brasilíu á næsta ári. En Hannes er einnig kunnur leikstjóri sjónvarpsauglýsinga, sjónvarpsþátta og tónlistarmyndbanda og þetta þykir Sports Illustrated áhugaverð staðreynd.

Í viðtali við Hannes ræðir hann meðal annars um það markmið sitt að gera bíómynd áður en knattspyrnuferillinn er úti.

Sjá nánar hér: Meet Hannes Thor Halldórsson: Iceland goalkeeper, movie director – Soccer – Jonathan Wilson – SI.com.

Athugasemdir

álit

Tengt efni