Óvenjuleg sýning á LEYNILÖGGU í tilefni tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Leynilögga Hannesar Þórs Halldórssonar verður sýnd á sérstakri spurt og svarað sýningu í Bíó Paradís þriðjudaginn 22. nóvember kl. 19. Sýning er óhefðbundin að því leyti að helstu aðstandendur munu tala yfir myndinni og ræða einstök atriði sem og lýsa því sem fram fór bakvið tjöldin við gerð myndarinnar.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt að skrá sig hér.

Leynilögga er tilnefnd í flokki gamanmynda ársins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Þau verða veitt í Hörpu þann 10. desember.

Sýningin er hluti af Evrópskum kvikmyndamánuði í Bíó Paradís.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR