SVARTUR Á LEIK með mesta aðsókn íslenskra mynda í síðustu viku

Hin tíu ára gamla Svartur á leik hlaut mesta aðsókn íslenskra kvikmynda í síðustu viku.

Svartur á leik (2012), er í sýningum vegna 10 ára afmælis. Myndin fékk 295 gesti í vikunni og nemur heildaraðsókn því 66,944 gestum. Hún er í 23. sæti aðsóknarlistans (athugið að Klapptré raðar eftir aðsókn á viku, en FRÍSK listinn raðast eftir tekjum yfir helgi). Myndin hefur verið í sýningum síðan 7. október og hefur á þeim tíma fengið 3,911 gesti.

Sumarljós og svo kemur nóttin fékk 291 gest í vikunni. Heildaraðsókn nemur alls 3,891 gest eftir sjöttu helgi. Myndin er í níunda sæti.

Abbababb! er í 13. sæti aðsóknarlistans. 144 sáu myndina í vikunni, en myndin hefur nú alls fengið 11,926 gesti eftir tíundu helgi.

Svar við bréfi Helgu er 20. sæti eftir 12. helgi. 57 sáu myndina í vikunni, en heildarfjöldi nemur nú 9,632 gestum.

Band er í 19. sæti eftir þriðju helgi. 53 sáu hana í vikunni. Heildaraðsókn nemur 449 gestum.

Aðsókn á íslenskar myndir 14.-20. nóv. 2022

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
7 Svartur á leik (endursýnd) 295 (325) 66,944 (66,649)
6 Sumarljós og svo kemur nóttin 291 (570) 3,891 (3,600)
10 Abbababb! 144 (204) 11,926 (11,782)
12 Svar við bréfi Helgu 57 (97) 9,632 (9,575)
3 Band 53 (142) 449 (396)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR