ABBABABB! tilnefnd til verðlauna á Buster hátíðinni í Danmörku

Dans- og söngvamyndin Abbababb! er tilnefnd sem besta norræna kvikmyndin á Buster-hátíðinni í Danmörku. Buster er ein stærsta barna- og fjölskylduhátíðin í Skandinavíu og sýnir yfir 170 myndir sem ætlaðar eru börnum á aldrinum 3-16 ára.

Hátíðin fer fram 25. september – 8. október í Kaupmannahöfn. Abbababb! var frumsýnd á Íslandi í september 2022 og var frumsýnd utan landsteina í keppnisflokki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Zlín í Tékklandi síðasta vor.

Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur Abbababb!, ræddi um myndina í viðtali við Gert Hermans, blaðamann ZFF, á kvikmyndahátíðinni í Zlín.

Myndin gerist á 9. áratugnum og segir frá Hönnu og vinum hennar í hljómsveitinni Rauðu hauskúpunni. Þegar þau komast að því að óprúttnir náungar ætla að sprengja upp skólann á lokaballinu, þurfa þau að beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgnum.

Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Nanna Kristín Magnúsdóttir. Í aðalhlutverkum eru þau Ísabella Jónatansdóttir, Óttar Kjerulf Þorvarðarson og Vilhjálmur Árni Sigurðsson. Framleiðendur eru Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR