Hinn ágæti leikstjóri JC Chandor (Margin Call, All is Lost) er í viðtali við The Guardian vegna frumsýningar nýrrar myndar sinnar, A Most Violent Year, sem fengið hefur mjög góðar viðtökur. Í viðtalinu minnist hann á íslenskan bisnessmann sem á að hafa lofað honum fjármagni í framleiðslu myndar en hætt við á síðustu stundu.
Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Tvíliðaleikur(Playing With Balls) verður sýnd á Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 23. janúar til 2. febrúar. Myndin hefur áður verið sýnd á Toronto hátíðinni og RIFF síðastliðið haust.
Mikil óánægja ríkir hjá kvikmyndagerðarmönnum vegna stöðu Kvikmyndasjóðs. Þegar er búið að veita vilyrði fyrir fjármunum upp á 442 milljónir úr sjóðnum á yfirstandandi ári en heildar fjármagn sem sjóðurinn hefur til úthlutunar eru 684,7 milljónir króna.
Það þarf fæstum að koma á óvart að Jóhann Jóhannsson tónskáld hafi verið fyrr í dag tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í The Theory of Everything. Bæði er búið að spá þessu af ýmsum undanfarna mánuði og svo hlaut Jóhann Golden Globe á dögunum sem gjarnan er sterk vísbending um Óskarinn. Jóhann er einnig tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna bresku.
Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín, sem fer fram 5. – 15. febrúar. Myndin verður heimsfrumsýnd á hátíðinni og mun taka þátt í Berlinale Special Gala hluta hennar, sem samanstendur af myndum sem eru sérstaklega valdar af Dieter Kosslick hátíðarstjóra.
Vefritið Luna Luna birtir viðtal við Elísabetu Ronaldsdóttur klippara þar sem hún fer yfir feril sinn, hvernig hún hóf störf í kvikmyndagerð og hvað klippparastarfið felur í sér.