Daglegt færslusafn: Dec 17, 2013

Ný frétt: Útvarpsstjóri hættir

Segir Páll: "Tel mig ekki njóta nægilegs trausts í stjórn Ríkisútvarpsins til að gegna stöðunni áfram með árangursríkum hætti á erfiðum tímum."

Minning: Peter O’Toole 1932-2013

Peter O'Toole er án efa einn merkasti kvikmyndaleikari á seinnihluta tuttugustu aldar. Reyndar meira en það, hann var stjarna - það var með hann eins og marga aðra stóra persónuleika að það sem maður fékk var fyrst hann sjálfur, svo hlutverkið.