Wendy Ide hjá Screen skrifar um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur frá kvikmyndahátíðinni í Tallinn í Eistlandi og segir hana litla en ljúfa mynd sem sé lyft upp af heillandi frammistöðu ungu leikaranna.
Færeyingar hafa stofnað kvikmyndamiðstöð - Filmshúsið - sem ætlað er að fjárfesta í innlendri kvikmyndagerð, efla erlenda fjárfestingu í kvikmyndum og markaðssetja Færeyjar sem vettvang kvikmyndagerðar. Auglýst hefur verið eftir forstöðumanni.
Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar Denver Film Festival sem lauk um síðustu helgi. Þetta eru fjórðu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Stuttmyndin Cuteftir Evu Sigurðardóttur hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir handrit á UnderWire Festival í London sem lýkur í dag. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar sem var frumsýnd á RIFF fyrr í haust.