Daglegt færslusafn: Mar 12, 2015

Gísli Örn Garðarsson ráðinn í breska sjónvarpsseríu byggða á „Bjólfskviðu“

ITV sjónvarpsstöðin í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu um ákveðið hafi verið að ráðast í 13 þátta röð byggða á Bjólfskviðu. Gísli Örn Garðarsson er meðal leikara í þáttunum.

Hrafn Jónsson: Íslenski kvikmyndaveturinn

Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður skrifar pistil í Kjarnann þar sem hann leggur útaf erindi íslenskra sjónvarpsstöðva við Íslendinga. Hann segir sjónvarpsstöðvarnar þurfa að vanda sig betur við val á efni og sérstaklega þurfi að huga að hlut kvenna.

Dr. Gunni um „Trend Beacons“: Hröð og skemmtileg

Dr. Gunni skrifar á vef sinn um heimildamyndina Trend Beacons eftir þá Markelsbræður og er mjög sáttur, segir þetta "mynd sem smellpassar við Hönnunarmarsinn og vekur einnig áhuga alstískulausra einstaklinga."

Friðrik Erlingsson tilnefndur til Menningarverðlauna DV fyrir greinaskrif á Klapptré

Friðrik Erlingsson er meðal þeirra sem tilnefndir eru til Menningarverðlauna DV í ár fyrir kvikmyndir. Hann fær tilnefninguna "fyrir að stuðla að bættri kvikmyndaumræðu" eins og segir í umsögn dómefndar og er þar vísað í pistla hans um leikið innlent sjónvarpsefni sem birtust hér á Klapptré og vöktu mikla athygli síðasta haust.