spot_img

Gísli Örn Garðarsson ráðinn í breska sjónvarpsseríu byggða á „Bjólfskviðu“

Gísli Örn Garðarsson.
Gísli Örn Garðarsson.

ITV sjónvarpsstöðin í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu um ákveðið hafi verið að ráðast í 13 þátta röð byggða á Bjólfskviðu. Gísli Örn Garðarsson er meðal leikara í þáttunum.

Kieran Bew (Da Vinci’s Demons, The Bletchley Circle) leikur aðalhlutverkið en í öðrum helstu hlutverkum eru bandaríski leikarinn William Hurt (The Big Chill) og breska leikkonan Joanne Whalley (The Borgias).

Upptökur hefjast í norð-austur hluta Bretlands síðar í mánuðinum.

Sjá nánar hér: Beowolf cast announcement | presscentre.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR