Variety hefur þegar birt umsögn um Hrúta Gríms Hákonarsonar, sem frumsýnd var í dag á Cannes hátíðinni og fer gagnrýnandinn Alissa Simon lofsamlegum orðum um myndina.
Halla Kristín Einarsdóttir frumsýnir heimildamyndina Hvað er svona merkilegt við það? á Skjaldborgarhátíðinni um næstkomandi hvítasunnuhelgi, en hún hlaut verðlaun hátíðarinnar fyrir nokkrum árum fyrir mynd sína Konur á rauðum sokkum.
Hrútar Gríms Hákonarsonar var heimsfrumsýnd í Palais des Festivals, aðal sýningarvettvangi Cannes hátíðarinnar, fyrr í dag. Grímur sagði Thierry Frémaux stjórnanda hátíðarinnar, sem kynnti mynd og aðstandendur fyrir sýningu, að verkið væri tileinkað íslensku sauðkindinni.