Stefnir í gott bíóár fyrir íslenskar myndir

Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.
Posted On 30 Jun 2014

Leggja til lækkun virðisaukaskatts af sölu kvikmynda á netinu

Rýnihópur á vegum mennta- og menningarmálaráðherra sem hefur skilað af sér skýrslu um streymiþjónustu á íslandi fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist.
Posted On 30 Jun 2014

Greining | “Vonarstræti” komin í hóp mest sóttu myndanna frá ’95, “Mýrin” enn efst

Klapptré birtir nú í fyrsta sinn uppfærðan aðsóknarlista SMÁÍS yfir tíu mest sóttu kvikmyndirnar frá 1995 (þegar mælingar SMÁÍS hófust) til dagsins í dag.
Posted On 30 Jun 2014

Greining | “Vonarstræti” sleikir 40.000 gesta markið

Í fjórða sætinu á aðsóknarlistanum eftir helgina.
Posted On 30 Jun 2014

Heimildamynd Baldvins Z “Reynir sterki” í tökum frá 7. júlí

Baldvin Z er að hefja tökur á heimildamyndinni Reynir sterki. Myndin fjallar um ævi Reynis Arnars Leóssonar, sem var betur þekktur sem Reynir sterki. Zetafilm, fyrirtæki Baldvins, framleiir myndina með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Posted On 30 Jun 2014

“Blóðberg” Björns Hlyns Haraldssonar í tökur 5. ágúst

Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða fyrir Vesturport og í samvinnu við 365 og Pegasus. Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson fara með helstu hlutverk. Erlendur Cassata myndar og Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus er yfirframleiðandi.
Posted On 27 Jun 2014

Heimildamyndin “Ge9n” er hér

Haukur Már Helgason, stjórnandi heimildamyndarinnar Ge9n, hefur birt mynd sína í heild sinni á Vimeo.
Posted On 26 Jun 2014

Greining | “Vonarstræti” orðin stærsta mynd ársins

Lang tekjuhæsta mynd ársins samkvæmt lista SMÁÍS með tekjur uppá tæplega 55 milljónir króna. Verður væntanlega einnig aðsóknarmesta mynd ársins eftir næstu helgi.
Posted On 25 Jun 2014

“Þrestir” Rúnars Rúnarssonar í tökur 14. júlí

Tökur munu að mestu leyti fara fram á Vestfjörðum. Danska framleiðslufyrirtækið Nimbus framleiðir í samvinnu við Pegasus. Atli Óskar Fjalarsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson fara með aðalhlutverkin.
Posted On 23 Jun 2014

iSTV í loftið í júlíbyrjun

Ný sjónvarpsstöð, iSTV, fer í loftið í byrjun júlí. Stöðin mun eingöngu senda út innlent efni og verður sjáanleg á netinu og á kerfi Vodafone. Klapptré lagði nokkrar spurningar fyrir dagskrárstjórann, Mumma Tý Þórarinsson.
Posted On 17 Jun 2014

“Hross í oss” verðlaunuð í Brussel

Hlaut aðalverðlaun Brussels Film Festival, verðlaunafé nemur rúmlega einni og hálfri milljón króna.
Posted On 17 Jun 2014

Kvikmyndasafnið: Erlendur verður meðal umsækjenda

Líkt og Klapptré sagði frá hefur starf forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 25. júní. Erlendur Sveinsson, starfandi forstöðumaður, staðfestir í samtali við Klapptré að hann muni verða meðal umsækjenda.
Posted On 16 Jun 2014

“Comeback”, gamanmynd eftir handriti Hallgríms Helgasonar í tökum í Danmörku

Gamanmyndin Comeback er nú í tökum í Kaupmanahöfn og víðar í Danmörku en handritið skrifar Hallgrímur Helgason. Leikstjóri er Natasha Arthy og með aðalhlutverkið fer hinn kunni leikari Anders W. Berthelsen (Superclasico, KongekabaleItaliensk for begyndere).
Posted On 16 Jun 2014

Greining | “Vonarstræti” komin yfir 35.000 manns

Enn meðal vinsælustu mynda í bíóunum núna og stefnir í hóp aðsóknarhæstu íslensku myndanna.
Posted On 16 Jun 2014

Benedikt við RÚV: Ekki undrandi yfir góðum dómum erlendis, vonsvikinn með aðsóknina heima

Segir dræma aðsókn heima kannski til marks um að Íslendingar séu að þroskast - þeir séu hættir að hlaupa á eftir því sem er hossað í útlöndum.
Posted On 13 Jun 2014

“Hross í oss” fær glimrandi umsagnir í Bretlandi

Breskir gagnrýnendur taka Hross í oss fagnandi, en sýningar á henni hefjast í London og víðar í Bretlandi í dag. The Guardian, Daily Telegraph og Financial Times gefa öll myndinni fjórar stjörnur.
Posted On 13 Jun 2014

“Falskur fugl” verðlaunuð í Bandaríkjunum

Falskur fugl eftir Þór Ómar Jónsson hlaut aðalverðlaun Lighthouse Film Festival í New Jersey í Bandaríkjunum sem lauk á sunnudag.
Posted On 10 Jun 2014

Greining | “Vonarstræti” í öðru sæti eftir fjórðu helgi

Vonarstræti úr toppsætinu í annað sætið eftir helgina en myndin er enn á afar góðri siglingu.
Posted On 10 Jun 2014

Hvernig þú byggir upp þinn eigin áhorfendahóp

Dreifingarsérfræðingurinn Peter Broderick mun halda „master class“ fyrirlestur um dreifingu kvikmynda í Bíó Paradís þann 12. júní næstkomandi. Fyrirlesturinn hefst klukkan 16:30 í sal 2. Aðgangur er ókeypis.
Posted On 10 Jun 2014

Stikla fyrir “Iceland Aurora”

Stemmningsmyndin Iceland Aurora er væntanleg í sumar en á bakvið hana standa kvikmyndagerðarmennirnir Snorri Þór Tryggvason, Arnþór Tryggvason og Pétur K. Guðmundsson.
Posted On 10 Jun 2014

Skjaldborg IV: Mamma

Í lokabréfi sínu frá Skjaldborg fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um vinningsmyndina, Salóme, eftir Yrsu Rocu Fannberg - heimildamynd um manneskju sem vill ómögulega vera í heimildamynd.

Skjaldborg III: Sápukúlan

Í næstsíðasta bréfi sínu frá Skjaldborg 2014 fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um FjallabræðurCrime Into the Future, Jöklarann og Aumingja Ísland. Vinningsmyndin, Salóme, bíður lokabréfsins.

The Guardian fjallar um ferðalag Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar um landið

Jon Henley blaðamaður The Guardian skrifar ítarlega grein um Evrópsku kvikmyndahátíðina sem nú rúntar um landið. Leiðin liggur um Ólafsvík, til Hólmavíkur og loks Súðavíkur. Lýst er upplifunum á hverjum stað og rætt við heimamenn sem og aðstandendur hátíðarinnar.
Posted On 09 Jun 2014
12