Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.
Rýnihópur á vegum mennta- og menningarmálaráðherra sem hefur skilað af sér skýrslu um streymiþjónustu á íslandi fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist.
Klapptré birtir nú í fyrsta sinn uppfærðan aðsóknarlista SMÁÍS yfir tíu mest sóttu kvikmyndirnar frá 1995 (þegar mælingar SMÁÍS hófust) til dagsins í dag.
Baldvin Z er að hefja tökur á heimildamyndinni Reynir sterki. Myndin fjallar um ævi Reynis Arnars Leóssonar, sem var betur þekktur sem Reynir sterki. Zetafilm, fyrirtæki Baldvins, framleiir myndina með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða fyrir Vesturport og í samvinnu við 365 og Pegasus. Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson fara með helstu hlutverk. Erlendur Cassata myndar og Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus er yfirframleiðandi.
Lang tekjuhæsta mynd ársins samkvæmt lista SMÁÍS með tekjur uppá tæplega 55 milljónir króna. Verður væntanlega einnig aðsóknarmesta mynd ársins eftir næstu helgi.
Tökur munu að mestu leyti fara fram á Vestfjörðum. Danska framleiðslufyrirtækið Nimbus framleiðir í samvinnu við Pegasus. Atli Óskar Fjalarsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson fara með aðalhlutverkin.
Ný sjónvarpsstöð, iSTV, fer í loftið í byrjun júlí. Stöðin mun eingöngu senda út innlent efni og verður sjáanleg á netinu og á kerfi Vodafone. Klapptré lagði nokkrar spurningar fyrir dagskrárstjórann, Mumma Tý Þórarinsson.
Líkt og Klapptré sagði frá hefur starf forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 25. júní. Erlendur Sveinsson, starfandi forstöðumaður, staðfestir í samtali við Klapptré að hann muni verða meðal umsækjenda.
Gamanmyndin Comeback er nú í tökum í Kaupmanahöfn og víðar í Danmörku en handritið skrifar Hallgrímur Helgason. Leikstjóri er Natasha Arthy og með aðalhlutverkið fer hinn kunni leikari Anders W. Berthelsen (Superclasico, Kongekabale, Italiensk for begyndere).
Breskir gagnrýnendur taka Hross í oss fagnandi, en sýningar á henni hefjast í London og víðar í Bretlandi í dag. The Guardian, Daily Telegraph og Financial Times gefa öll myndinni fjórar stjörnur.