“Hross í oss” fær glimrandi umsagnir í Bretlandi

Breskt plakat myndarinnar.

Breskt plakat myndarinnar.

Breskir gagnrýnendur taka Hross í oss fagnandi, en sýningar á henni hefjast í London og víðar í Bretlandi í dag. The Guardian, Daily Telegraph og Financial Times gefa öll myndinni fjórar stjörnur.

Á skilið költ status

Peter Brads­haw, gagn­rýn­andi Guar­di­an, seg­ir mynd­ina virki­lega ánægju­lega frá­sögn um hrá­ar til­finn­ing­ar í villtri nátt­úru. Tón­list­in eft­ir Davíð Þór Jóns­son sé frá­bært og mynd­in í heild al­gjör­lega sér á parti og ólík nokkru öðru. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Brads­haw seg­ist hafa leitt hug­ann að breska leik­rit­inu Equus eft­ir Peter Schaf­fer, sem taki einnig á kynþörf manns­ins og þrá­hyggju með hross. „Þessi mynd læt­ur hins­veg­ar al­var­leika leik­rits­ins og til­raun­ir þess til að hneyksla virðast sjálf­hvert og kjána­legt í sam­an­b­urði.“

Hann vík­ur að sjálf­sögðu nokkr­um orðum að ís­lenskri nátt­úru, enda ger­ist mynd­in nán­ast öll ut­an­dyra í í „stór­kost­legri, villtri víðáttu­feg­urð sem er, í raun, einn sam­felld­ur tökustaður. Ein risa­stór nátt­úru­leg sviðsmynd.“

Brads­haw seg­ir Bene­dikt Erl­ings­son bæði ein­læg­an og róm­an­tísk­an í nálg­un sinni á hross­in. Mynda­tak­an og náin sjón­ar­horn sem gef­in eru á hross­in beri merki um að þar sé fag­ur­keri við stjórn­völ­inn.

„Hún er eig­in­lega eins og þögul mynd – með orðum. Hross­in eru tungu­málið sem gera mann­fólk­ini kleift að tjá sig hvert við annað. Þessi mynd á „költ“ status­inn fylli­lega skilið,“ seg­ir Brads­haw að lok­um.

Hið villta vestur er hér

Morgunblaðið segir einnig frá viðbrögðum gagnrýnenda Daily Telegraph og Financial Times.

Gagn­rýn­andi The Tel­egraph seg­ir ­mynd­ina ógleym­an­lega. Hann gef­ur henni fjór­ar stjörn­ur af fimm mögu­leg­um. Það sama ger­ir gagn­rýn­andi Fin­ancial Times,  þar fær mynd­in einnig fjór­ar stjörn­ur.

Gagn­rýn­andi Tel­egraph, Robbie Collin er heillaður af mynd­inni, kvik­mynda­tök­unni og hinu fræga ís­lenska lands­lagi sem hann seg­ir kunn­ug­legt eft­ir að hafa verið notað í stór­mynd­um á borð við Noah og Promet­heus og sjón­varpsþátt­un­um Game of Thrones.

„Þess­ar ís­lensku sög­ur um menn og tengsl þeirra við hesta er sér­kenni­lega tæl­andi,“ seg­ir hann m.a. í dómi sín­um.

Nig­el Andrews, gagn­rýn­andi Fin­ancial Times, seg­ir að mynd­in sé snjöll, fynd­in og átak­an­leg í senn. Hann seg­ir að leik­stjór­inn Bene­dikt sann­færi áhorf­end­ur að lok­um um að villta vestrið sé enn til í hinu nýja og villta norðri.

Umsögn The Guardian má lesa hér.

Umsögn Daily Telegraph er hér.

Umsögn Financial Times er hér.

Athugasemdir

álit

Tengt efni