“Hross í oss” fær glimrandi umsagnir í Bretlandi

Breskt plakat myndarinnar.
Breskt plakat myndarinnar.

Breskir gagnrýnendur taka Hross í oss fagnandi, en sýningar á henni hefjast í London og víðar í Bretlandi í dag. The Guardian, Daily Telegraph og Financial Times gefa öll myndinni fjórar stjörnur.

Á skilið költ status

Peter Brads­haw, gagn­rýn­andi Guar­di­an, seg­ir mynd­ina virki­lega ánægju­lega frá­sögn um hrá­ar til­finn­ing­ar í villtri nátt­úru. Tón­list­in eft­ir Davíð Þór Jóns­son sé frá­bært og mynd­in í heild al­gjör­lega sér á parti og ólík nokkru öðru. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Brads­haw seg­ist hafa leitt hug­ann að breska leik­rit­inu Equus eft­ir Peter Schaf­fer, sem taki einnig á kynþörf manns­ins og þrá­hyggju með hross. „Þessi mynd læt­ur hins­veg­ar al­var­leika leik­rits­ins og til­raun­ir þess til að hneyksla virðast sjálf­hvert og kjána­legt í sam­an­b­urði.“

Hann vík­ur að sjálf­sögðu nokkr­um orðum að ís­lenskri nátt­úru, enda ger­ist mynd­in nán­ast öll ut­an­dyra í í „stór­kost­legri, villtri víðáttu­feg­urð sem er, í raun, einn sam­felld­ur tökustaður. Ein risa­stór nátt­úru­leg sviðsmynd.“

Brads­haw seg­ir Bene­dikt Erl­ings­son bæði ein­læg­an og róm­an­tísk­an í nálg­un sinni á hross­in. Mynda­tak­an og náin sjón­ar­horn sem gef­in eru á hross­in beri merki um að þar sé fag­ur­keri við stjórn­völ­inn.

„Hún er eig­in­lega eins og þögul mynd – með orðum. Hross­in eru tungu­málið sem gera mann­fólk­ini kleift að tjá sig hvert við annað. Þessi mynd á „költ“ status­inn fylli­lega skilið,“ seg­ir Brads­haw að lok­um.

Hið villta vestur er hér

Morgunblaðið segir einnig frá viðbrögðum gagnrýnenda Daily Telegraph og Financial Times.

Gagn­rýn­andi The Tel­egraph seg­ir ­mynd­ina ógleym­an­lega. Hann gef­ur henni fjór­ar stjörn­ur af fimm mögu­leg­um. Það sama ger­ir gagn­rýn­andi Fin­ancial Times,  þar fær mynd­in einnig fjór­ar stjörn­ur.

Gagn­rýn­andi Tel­egraph, Robbie Collin er heillaður af mynd­inni, kvik­mynda­tök­unni og hinu fræga ís­lenska lands­lagi sem hann seg­ir kunn­ug­legt eft­ir að hafa verið notað í stór­mynd­um á borð við Noah og Promet­heus og sjón­varpsþátt­un­um Game of Thrones.

„Þess­ar ís­lensku sög­ur um menn og tengsl þeirra við hesta er sér­kenni­lega tæl­andi,“ seg­ir hann m.a. í dómi sín­um.

Nig­el Andrews, gagn­rýn­andi Fin­ancial Times, seg­ir að mynd­in sé snjöll, fynd­in og átak­an­leg í senn. Hann seg­ir að leik­stjór­inn Bene­dikt sann­færi áhorf­end­ur að lok­um um að villta vestrið sé enn til í hinu nýja og villta norðri.

Umsögn The Guardian má lesa hér.

Umsögn Daily Telegraph er hér.

Umsögn Financial Times er hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR