Benedikt við RÚV: Ekki undrandi yfir góðum dómum erlendis, vonsvikinn með aðsóknina heima

Benedikt Erlingsson.
Benedikt Erlingsson.

Benedikt Erlingsson leikstjóri Hross í oss segist í spjalli við RÚV ekki undrandi á þeim góðu dómum sem myndin fær í Bretlandi. Erlend blöð og fagtímarit hafi hrósað henni í hástert síðan hún var frumsýnd. „Þetta eru í raun gamlar fréttir, erlendis er talað um Hross í Oss sem költ-mynd.“

Benedikt kveðst vera vonsvikinn yfir aðsókninni  hér á landi. Samkvæmt síðustu tölum frá Smáís höfðu 14.896 séð myndina á þeirri 41 viku sem myndin hefur verið sýnd. „Það er samt enn von – það er að koma svo mikið af erlendum ferðamönnum til landsins,“ segir Benedikt. Og rétt er að geta þess að myndin er enn sýnd í Bíó Paradís – með enskum texta.

Benedikt segir dræma aðsókn kannski til marks um að Íslendingar séu að þroskast – þeir séu hættir að hlaupa á eftir því sem er hossað í útlöndum.„Ég verð samt að passa mig að láta þetta lof í útlöndum ekki skemma mig,“ segir Benedikt  en hann er þegar byrjaður að vinna að næstu mynd. Hann fæst þó ekki til að gefa upp um hvað hún er – það sé leyndarmál.

Sjá nánar hér: Útlenskt hoss gagnslaust fyrir Hross í Oss | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR