Vonarstræti situr nú í 3. sæti aðsóknarlista SMÁÍS eftir 5 vikur í sýningum. Alls hafa 35.762 séð myndina en alls sáu hana 3.428 manns síðastliðna viku, þar af 987 um helgina.
Miðað við ganginn á myndinni má reikna með að hún gæti fengið á milli 45.000 til 50.000 manns áður en yfir lýkur og þannig komist í hóp þeirra íslensku mynda sem fengið hafa hvað mesta aðsókn.
Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst er nú sýnd í Bíó Paradís og er dottin útaf lista SMÁÍS sem af einhverjum ástæðum gefur aðeins upp efstu 18 sætin. Myndin hefur nú verið tíu vikur í sýningum.
Hross í oss gengur enn í Bíó Paradís og er heldur ekki að finna á lista SMÁÍS. Hún hefur nú verið 42 vikur í sýningum.
[tble caption=”Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 9.-15. júní 2014″ width=”500″ colwidth=”20|100|50|50″ colalign=”center|centre|center|center”] VIKUR,MYND,AÐSÓKN,HEILDARAÐSÓKN5,Vonarstræti,3.428,35.762
[/tble](Heimild: SMÁÍS)