„Comeback“, gamanmynd eftir handriti Hallgríms Helgasonar í tökum í Danmörku

Anders W. Berthelsen og Sarah-Sofie Boussnina í Comeback eftir handriti Hallgríms Helgasonar.
Anders W. Berthelsen og Sarah-Sofie Boussnina í Comeback eftir handriti Hallgríms Helgasonar.

Gamanmyndin Comeback er nú í tökum í Kaupmanahöfn og víðar í Danmörku en handritið skrifar Hallgrímur Helgason. Leikstjóri er Natasha Arthy og með aðalhlutverkið fer hinn kunni leikari Anders W. Berthelsen (Superclasico, KongekabaleItaliensk for begyndere).

Myndinni er lýst svona á vef Dönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar (sem veitt hefur myndinni 6.1 milljón evru styrk, eða tæpan milljarð íslenskra króna):

Uppistandarinn Thomas hefur klúðrað ferli sínum og er til í að gera allt til að komast aftur á toppinn. Honum býðst að hita upp hjá vini sínum Fred sem nýtur velgengni, en þá dúkkar unglingsdóttir hans skyndilega upp. Hana hefur Thomas ekki séð lengi. Dóttirinn er óvenju kjaftfor og snýr lífi hans á hvolf og reynir hvað hún getur að rústa draumum hans. Thomas veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og stefnir hraðbyri fram af brúninni. Aðeins Fred vinur hans getur komið honum til bjargar.

Sjá nánar hér: Anders W. Berthelsen in new comedy.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR