“Hross í oss” og “Vonarstræti” á Norrænni kvikmyndahátíð í Róm

Dagana 16. - 19. apríl verða fjórtán norrænar kvikmyndir sýndar á Nordic Film Fest í Rómarborg. Tvær íslenskar myndir verða sýndar, Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson og Vonarstræti eftir Baldvin Z. Finnska gamanmyndin Nöldurseggurinn, sem er íslensk minnihlutaframleiðsla, verður einnig sýnd ásamt sænsku kvikmyndinni Gentlemen, sem skartar Sverri Guðnasyni í viðamiklu aukahlutverki.
Posted On 15 Apr 2015

Djöflaeyjan um “Fúsa”: Mikil mennska

Hlín Agnarsdóttir fjallar um Fúsa Dags Kára í Djöflaeyjunni og segir hana sérstaklega fallega og eftirtektarverða mynd.
Posted On 15 Apr 2015

Bíófíkill um “Fúsa”: Hálfbökuð karakterstúdía með litla hlýju en mikla sál

Tómas Valgeirsson fjallar um Fúsa Dags Kára á vefnum Bíófíkill og segir meðal annars: "Það er meiri tragík en kómík og oft ekki á réttum stöðum. En myndin, eins og hann Fúsi sjálfur, hefur sinn einlæga, viðkunnanlega sjarma. Hún er kammó, fyndin á tíðum, ögn fráhrindandi, stefnulaus og hefur ekki sérlega margt að segja."
Posted On 15 Apr 2015

Djöflaeyjan um “Blóðberg”: Tilfinningavella

Hlín Agnarsdóttir fjallar um Blóðberg í Djöflaeyjunni á RÚV og segir dramað fara útí of mikla vellu og persónurnar verði aldrei nægilega trúverðugar.
Posted On 15 Apr 2015

Rás 2 um “Blóðberg”: Mannleg mynd sem snertir strengi

Hulda Geirsdóttir gagnrýnandi Popplands á Rás 2 fjallar um Blóðberg og segir hana vel leikna og snerta streng í hjarta áhorfandans.
Posted On 15 Apr 2015