spot_img

Bíófíkill um „Fúsa“: Hálfbökuð karakterstúdía með litla hlýju en mikla sál

Gunnar Jónsson (Gussi) í Fúsa.
Gunnar Jónsson (Gussi) í Fúsa.

Tómas Valgeirsson fjallar um Fúsa Dags Kára á vefnum Bíófíkill og segir meðal annars: „Það er meiri tragík en kómík og oft ekki á réttum stöðum. En myndin, eins og hann Fúsi sjálfur, hefur sinn einlæga, viðkunnanlega sjarma. Hún er kammó, fyndin á tíðum, ögn fráhrindandi, stefnulaus og hefur ekki sérlega margt að segja.“

Tómas segir ennfremur:

Eftir að hafa séð Fúsa velti ég fyrir mér af hverju engum hefur áður dottið í hug að prufa að setja Gunnar „Gússa“ Jónsson áður í burðarhlutverk. Myndin rís alveg og fellur með honum í sérsniðri rullu, og brillerar hann sem lokaður og meinlaus mömmustrákur á fimmtudagsaldri sem lifir áhættulausu lífi í viðburðarlítilli rútínu. Tilgerðarlaus, fámáll maður með stóran búk og stærra hjarta. Frábær karakter en í aðeins volgri, meðalgóðri dramedíu, sem bæði dregur út það albesta og versta frá Degi Kára.

Sjá nánar hér: Fúsi | Bíófíkill.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR